
Félagsráðgjöf: Starfsréttindanám
120 einingar - MA gráða
MA nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf er tveggja ára fullt nám (120e), forkröfur í námið er að hafa lokið BA-prófi í félagsráðgjöf með fyrstu einkunn. Stór hluti námsins felst í starfsþjálfun sem fer fram á stofnunum utan HÍ undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara.
Að loknu námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf geta nemendur sótt um löggild starfsréttindi í félagsráðgjöf til landlæknis.

Námið
MA nám til starfsréttinda í félagsráðgjöf er skipulagt sem tveggja ára fullt nám (120e). Í náminu öðlast nemendur færni til að starfa sem félagsráðgjafar.

Starfsnám
Stór hluti námsins felst í starfsþjálfun sem fer fram á stofnunum utan HÍ undir handleiðslu sérþjálfaðra starfsþjálfunarkennara.

Að námi loknu
Nemendur hljóta fræðilega þekkingu og klíníska þjálfun í vinnuaðferðum félagsráðgjafa og sækja m.a. námskeið um viðtalstækni, vinnu með börnum og unglingum,
hópvinnu, fjölskylduvinnu og meðferð.
Starfsréttindi
Að loknu BA námi í félagsráðgjöf og MA námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf geta nemendur sótt um löggild starfsréttindi í félagsráðgjöf til landlæknis.
Hafðu samband
Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15
Sími: 525 4500
