
Félagsráðgjöf
120 einingar - MA gráða
. . .
Rannsóknartengt nám í félagsráðgjöf er fyrst og fremst hugsað fyrir félagsráðgjafa sem lokið hafa BA námi auk starfsréttindanáms og vilja dýpka þekkingu sína á tilteknu sviði. Nemandi skipuleggur námi í samráði við leiðbeinanda og tekur námið tvö ár. Um er að ræða 120 eininga nám sem lýkur með 40 – 60 eininga MA-ritgerð.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Námið
Ljúka þarf 120 einingum fyrir lokapróf. Námið skiptist í þrjá megin þætti: Fræðileg námskeið, námskeið í aðferðafræði og lokaritgerð. Vægi lokaritgerðar skal að jafnaði vera 40-60 einingar. Samsetning námsins er sveigjanleg og skipuleggur hver nemandi námið í samráði við sinn leiðbeinanda.
BA-próf í félagsráðgjöf. Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar (7,25).