Viðfangsefni líffræðilegrar mannfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðfangsefni líffræðilegrar mannfræði

Líffræðileg mannfræði er fræðigrein sem hefur það markmið að skilja hvers konar lífvera maðurinn er. Í þessu skyni stunda líffræðilegir mannfræðingar rannsóknir á eftirfarandi sviðum: erfðafræði (sérstaklega stofnerfðafræði og þróunarerfðafræði), prímatafræði, fornleifafræði og steingervingafræði (með áherslu á þróunarsögu prímata og sérstaklega tegunda úr fjölskyldunni hominidae), lífeðlisfræði, anatómíu, atferlisfræði og fleiri greinum. Það sem tengir saman þessar ólíku fræðigreinar í nálgun líffræðilegra mannfræðinga er ekki bara fókus á manntegundir, heldur líka rík áhersla á að skilja sérkenni mannsins sem afurð þróunar.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.