Skip to main content

Viðfangsefni félagsfræðinnar

Félagsfræði er fræðigrein sem greinir undirstöður þjóðfélagsins og eflir skilning á ólíkum sviðum þess.
Meðal viðfangsefna félagsfræðinnar má nefna velferðarmál, lífskjör og lagskiptingu, afbrot, atvinnu- og efnahagslíf, fjölmiðla, stöðu kynjanna, innflytjendamál, unglingsárin, heilbrigði og lýðheilsu, fjölskyldumál, mannfjöldaþróun og vísindastarf. Nám í félagsfræði felur í sér undirstöðuþjálfun í fræðilegri hugsun og fræðilegum vinnubrögðum. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfstæði og frumkvæði nemenda.