Skip to main content

Viðfangsefni aðferðafræðinnar

Námsleiðin felur í sér markvisst nám á framhaldsstigi í aðferðafræði og rannsóknaraðferðum félagsvísinda.

Markmið námsins eru þrjú. Í fyrsta lagi að nemendur nái tökum á helstu hugtökum aðferðafræðinnar og geti hagnýtt þau í framkvæmd rannsókna sem styðjast við aðferðir félagsvísinda og í mati á gæðum slíkra rannsókna. Í öðru lagi að nemendur kynnist helstu rannsóknaraðferðunum og geti metið styrkleika þeirra og takmarkanir með hliðsjón af fjölbreyttum rannsóknarspurningum og viðfangsefnum félagsvísindanna. Í þriðja lagi að nemendur fái haldbæra þekkingu á og reynslu af úrvinnslu bæði tölulegra gagna og eigindlegra gagna og framsetningu niðurstaðna.

Nemendur taka námskeið í almennum rannsóknaraðferðum og fá reynslu af því að lesa og leggja gagnrýnið mat á rannsóknir félagsvísindafólks. Jafnframt taka nemendur hagnýt námskeið þar sem þeir fá reynslu af því að beita sértækum tölfræðiaðferðum til að greina töluleg gögn (t.a.m. gögn sem safnað er með spurningalistum). Auk þess eru sértæk námskeið í tilteknum aðferðum, svo sem spurningalistakönnunum, djúpviðtölum og rýnihópum. Í lok námsins vinna nemendur meistaraverkefni þar sem þeir nota tiltekna aðferð til þess að skoða viðfangsefni sem tengist þeirra eigin áhugasviði innan félagsvísinda eða skyldra greina.