Skip to main content

Uppbygging námsins

Um haustið er boðið upp á þéttriðið inngangsnámskeið sem tekur á fjölmiðlafræðinni að fornu og að nýju. Í námskeiði sem kallast einfaldlega „Fjölmiðlafræði“ eru nemendur fræddir um félagsfræðilegan grundvöll fjölmiðla og áhersla lögð á að veita nemendum innsýn í samspil fjölmiðla við samfélag og einstaklinga. 
 
Um vorið taka nemendur  svo námskeiðið „Samfélags- og nýmiðlar“ sem er með öllu helgað hinum svofelldu samfélagsmiðlum sem hafa á undraskjótum tíma markað djúp spor í fjölmiðlasöguna. Sérstaklega verður litið til þeirra rullu sem þessir gagnvirku samfélagsmiðlar spila í nútímanum, hvort heldur í almennri samfélagsumræðu eða hvað einstaklings- og hópasamskipti varðar. Einnig er sérstakt rannsóknanámskeið, „Fjölmiðlarannsóknir: Álita- og ágreiningsmál“ þar sem nemendum gefst færi á að stíga úr stólnum og prufa sig áfram með rannsóknir/verkefni gagnvart því sem lærst hefur. 
 
Nemendur geta svo valið um ýmis námskeið sem tóna við þessa námsleið, eins og t.d. Félagsfræði dægurmenningar, Geðheilsufélagsfræði, Líkaminn og kynverundin, Ekki bara leikur: Fótbolti frá mann-, félags- og þjóðfræðilegu sjónarhorni o.s.frv.