Móttaka nýnema | Háskóli Íslands Skip to main content

Móttaka nýnema

Í Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild er lögð sérstök áhersla á að bjóða nýnema velkomna til náms. Við upphaf náms eru nýnemar boðaðir til fundar með starfsfólki deildarinnar, kennurum og eldri nemendum. Á þeim fundi er nýnemum kynnt starfsemi HÍ, deildar og sviðs ásamt þeirri þjónustu sem í boði er fyrir nemendur.

Að öllu jöfnu eru haldnir nýnemadagar í Háskóla Íslands á hverju hausti. Þá fara fram kynningar á þeirri þjónustu sem stendur stúdentum til boða, ásamt ýmsum skemmtilegum viðburðum.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.