
Félagsfræði
120 einingar - MA gráða
Framhaldsnám í félagsfræði við Háskóla Íslands er fjölbreytt, áhugavert og krefjandi. Markmið námsins er að þjálfa nemendur í félagsfræðilegri hugsun, öflun og meðhöndlun gagna, hagnýtingu rannsókna, fagmennsku og sjálfstæðum vinnubrögðum.

Um námið
Á MA stiginu eru í boði nokkrar námsleiðir, eftir því hvort nemendur vilja takast á við fræðilegt eða hagnýtt nám. Allar MA námsleiðir eru afar góður undirbúningur fyrir doktorsnám á sviði félagsvísinda og tengdra sviða, ekki síst erlendis. Þá eru í boði styttri námsleiðir sem veita diplómagráðu á tilteknum sviðum.
MA nám: Inntökuskilyrði er BA-, B.Ed- BS- próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt háskólapróf.
Nemendur sem ekki hafa lokið við eftirfarandi námskeið eða sambærileg þurfa að taka þau aukalega samhliða MA námi:
- FÉL204G Aðferðarfræði: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda
- FÉL306G Tölfræði I
- Eitt námskeið í kenningum í félagsvísindum
Diplómanám: Inntökuskilyrði er BA-, B.Ed- BS-próf eða sambærilegt próf.