Skip to main content

Félagsfræði

Félagsfræði

. . .

Framhaldsnám í félagsfræði við Háskóla Íslands er fjölbreytt, áhugavert og krefjandi. Markmið námsins er að þjálfa nemendur í félagsfræðilegri hugsun, öflun og meðhöndlun gagna, hagnýtingu rannsókna, fagmennsku og sjálfstæðum vinnubrögðum.

Um  námið

Á MA stiginu eru í boði nokkrar námsleiðir, eftir því hvort nemendur vilja takast á við fræðilegt eða hagnýtt nám. Allar MA námsleiðir eru afar góður undirbúningur fyrir doktorsnám á sviði félagsvísinda og tengdra sviða, ekki síst erlendis. Þá eru í boði styttri námsleiðir sem veita diplómagráðu á tilteknum sviðum. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

MA nám: Inntökuskilyrði er BA-, B.Ed- BS- próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt háskólapróf.
Nemendur sem ekki hafa lokið við eftirfarandi námskeið eða sambærileg þurfa að taka þau aukalega samhliða MA námi:

 • FÉL204G Aðferðarfræði: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda
 • FÉL306G Tölfræði I
 • Eitt námskeið í kenningum í félagsvísindum

Diplómanám: Inntökuskilyrði er BA-, B.Ed- BS-próf eða sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Félagsfræðingar starfa við opinbera stjórnsýslu, félagsþjónustu, tómstunda-, menningar- og íþróttastarfsemi, fræðslu, fjármála- og tryggingastarfsemi, rannsóknir og ráðgjöf.

Þeir vinna jafnt hjá hinu opinbera og á einkamarkaði og kannanir hafa sýnt að langflestir telja nám sitt í félagsfræði nýtast vel í starfi.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Félagsfræðingar
  • Fjölmiðlar
  • Markaðsfræði
  • Stjórnmálafræði
  • Kynjafræði
  • Ráðgjöf
  • Almannatengsl  Félagslíf

  Félag nemenda í félagsfræði nefnist Norm.

  Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

  Hafðu samband

  Skrifstofa Félags- og mannvísindadeildar
  1. hæð í Gimli
  Opið virka daga 10-12 & 13-15:30

  525-5444 -  fom@hi.is

  Þjónustuborð Félagsvísindasviðs

  Netspjall