
Farsæld barna
30 einingar - Viðbótardiplóma
Diplómanám um farsæld barna er sett á stofn til að styðja við innleiðingu nýrrar löggjafar um samþætta þjónustu við börn. Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þarfir fólks, sem veitir börnum og fjölskyldum þeirra þjónustu, fyrir sérhæfða þekkingu á málefnum barna, þjónustu við þau með áherslu á börn sem þátttakendur, þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og málastjórn.

Um námið
Námið er 30 eininga viðbótardiplómanám sem er opið nemendum sem hafa lokið bakkalárgráðu (óháð fræðigrein) og starfa með börnum.
- Námið er skipulagt sem tveggja missera hlutanám
- Námið verður kennt í fjarnámi með staðlotum
- Ef námið er tekið samhliða vinnu þarf samþyki yfirmanns að fylgja umsókn
- Mætingaskylda er í kennslulotur
- Hægt er að fá námið metið inn í MA nám í félagsráðgjöf, að uppfylltum inntökuskilyrðum

Meginmarkmið
Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þarfir fólks, sem veitir börnum og fjölskyldum þeirra þjónustu, fyrir sérhæfða þekkingu á málefnum barna, þjónustu við þau með áherslu á börn sem þátttakendur, þverfaglegt samstarf, teymisvinnu og málastjórn.
Námskeiðin má meta til MA náms í félagsráðgjöf.
Í náminu öðlast nemendur þekkingu á kenningum barnafræða, vinnu með börnum, hagnýta þekkingu á hinni nýju löggjöf og innleiðingu hennar, aðferðum til að meta árangur hennar auk þekkingar og þjálfunar í þverfaglegu samstarfi, teymisvinnu og málastjórn.
Umsækjendur skulu hafa lokið grunnnámi á háskólastigi (BA-, BS-, eða B.Ed. prófi) og starfa við þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar. Með umsókn skal fylgja samþykki yfirmanns til að stunda námið samhliða starfi, ef við á.