
Faraldsfræði
180 einingar - Ph.D. gráða
Doktornsám í faraldsfræði veitir þekkingu, hæfni og þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum til að stunda vísindalegar rannsóknir og gegna hagnýtum störfum á innlendum sem og erlendum vettvangi.

Um námið
Markmið doktorsnámsins er að veita nemendum þekkingu, hæfni og þjálfun til að geta stundað vísindalegar rannsóknir og aflað nýrrar þekkingar.
Doktorsnámið er 180 eininga nám og tekur að jafnaði 3–4 ár.
Meginhluti námsins, að lágmarki 150 einingar, byggist á sjálfstæðu rannsóknarverkefni en nemendur ljúka einnig allt að 30 einingum í námskeiðum.

Samstarf
Miðstöð í lýðheilsuvísindum á gott samstarf við innlenda aðila og er í náinni samvinnu við erlendar menntastofnanir á heimsmælikvarða. Sem dæmi má nefna
- Bráðamóttöku LSH
- Hjartavernd
- Krabbameinsfélag Íslands
- Embætti landlæknis
- Harvard School of Public Health
- Karolinska Institutet
- University of Minnesota
Meistarapróf (MS) í faraldsfræði eða öðrum tengdum greinum.

Félagslíf
Iðunn, félag nemenda í lýðheilsuvísindum, faraldsfræði og líftölfræði, sér um vísindaferðir, nemendafagnaði og málstofur.
Hafðu samband
Miðstöð í lýðheilsuvísindum
Sturlugötu 8, 101 Reykjavík
Sími 525 4956
Netfang: publichealth@hi.is
Sími 525 4956
Finndu okkur á Facebook
