
Faraldsfræði
120 einingar - MS gráða
Vilt þú öðlast þekkingu og færni í faraldsfræðilegum rannsóknum?
Vilt þú glíma við viðfangsefni á sviðum faraldsfræði, byggða á nýjustu upplýsingum og rannsóknum?
Þá gæti meistaranám í faraldsfræði verið fyrir þig.

Um námið
Meistaranám í faraldsfræði veitir hagnýta þekkingu á beitingu faraldsfræðilegra aðferða til rannsókna í heilbrigðisvísindum og túlkunnar á niðurstöðum þeirra, en námið gefur einnig góðan grunn í notkun tölfræði í rannsóknum á heilsu og áhrifaþáttum hennar.

Af hverju faraldsfræði?
Skilningur á faraldsfræði nýtist í að meta gæði rannsókna, en skilningur á rannsóknum er grundvöllur stefnumótunar í heilsueflingu og forvörnum.
Faraldsfræðingar fást við rannsóknir á útbreiðslu og orsökum sjúkdóma hjá hópum manna.. Þeir fást meðal annars við að safna gögnum og greina gögn til að rannsaka heilsuvandamál.
Umsækjendur um meistaranám í faraldsfræði þurfa að hafa lokið BS-, BA-prófi eða jafngildri prófgráðu frá háskóla. Ekki er gerð krafa um grunnnám í ákveðnum námsgreinum, en skipulag námsins gerir ráð fyrir að nemendur hafi bakgrunn í aðferðafræði. Við mat á umsækjendum er tekið mið af eftirfarandi:
- Frammistöðu í grunnnámi. Miðað er við að umsækjandi sé að jafnaði í efri helmingi raðeinkunnar úr viðkomandi útskriftarárgangi í grunnnámi og með fyrstu einkunn í námskeiðum í aðferðafræði úr grunnnámi.
- Greinargerð umsækjanda um fræðilegt áhugasvið og markmið.