Eftirlit með kviku-hreyfingum og eldfjöllum | Háskóli Íslands Skip to main content

Eftirlit með kviku-hreyfingum og eldfjöllum

Eftirlit með kvikuhreyfingum og eldfjöllum

Þetta námskeið, sem kennt er á ensku, fjallar um aðferðir til að vakta eldfjöll og hreyfingar bergkviku í rótum eldstöðva.

Hver eru merki kvikusöfnunar fyrir eldgos, hvaða mælingar geta greint slíka kvikusöfnun og hvernig getum við notað gögn frá mælitækjum til að segja okkur hvenær næstu eldgos verða?

Jarðvísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson stýrir námskeiðinu

SKRÁ MIG NÚNA

Námskeiðið er annað í röðinni sem Háskóli Íslands stendur fyrir á þessum vettvangi en það fjallar um aðferðir til að vakta eldfjöll og hreyfingar bergkviku í rótum eldstöðva. Jarðvísindamaðurinn Freysteinn Sigmundsson stýrir námskeiðinu en hann segir að áherslan sé að komast nærri því sem gerist í aðdraganda eldgosa. „Hver eru merki kvikusöfnunar fyrir eldgos, hvaða mælingar geta greint slíka kvikusöfnun og hvernig getum við notað gögn frá mælitækjum til að segja okkur hvenær næstu eldgos verða?“ segir Freysteinn sem er jarðeðlisfræðingur við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. 

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að vakta eldfjöll en þau geta valdið eigna- og manntjóni og því áríðandi að geta varað við hættu á gosi með nægjanlegum fyrirvara. Það fer afar vel á því að Háskólinn bjóði námskeið á þessu sviði enda er Ísland lifandi rannsóknastofa í þessari vísindagrein auk þess sem íslenskir jarðvísindamenn hafa raðað sér með þeim bestu í heimunum á undanförnum árum. 

Í hnotskurn 
  Lengd 6-8 vikur
  Vinnuálag 3-5 tímar á viku
  Verð Ókeypis - Fáðu staðfestingu um þátttöku gegn greiðslu 50 USD
  Menntastofnun Háskóli Íslands
  Efni Náttúruvísindi
  Námsstig Millistig
  Tungumál Enska
  Myndband Enska

Umsagnir nemenda

""
""
""
Marcello M
EdX-Monitoring Volcanoes and Magma Movements

Námskeiðið er frábært og uppfyllir fullkomlega væntingar mínar. Verandi lögfræðingur hef ég engan fræðilegan bakgrunn í efni námsskeiðsins, hvað þá verið kennt neitt um eldfjöll ef frá eru talin grunnatriði úr menntaskóla. Auk þess er ég frá Brasilíu og við höfum ekki eldfjöll hér og hægt er að gera sér í hugarlund mynd af einhverjum sem hafði enga hugmynd um hvað er að gerast í eldvirkni fjalla. 

Námskeiðið lofaði að vera aðgengilegt öllum og það var bara það. Ég lærði heldur betur mikið um eldfjöll, sérstaklega um leiðir til að rannsaka slíkar náttúruhamfarir til að spá fyrir um gos, þekkja mynstur og aðra þætti sem snúast um eldgos.

Vídeóin voru öll hágæða og hæfni starfsfólks mikil, það var tilbúið til að svara öllum spurningum á skiljanlega hátt.

Þegar allt kemur til alls þá get ég mælt með þessu námskeiði fyrir allra sem hafa áhuga á eldvirkni.

Nansi T
EdX-Monitoring Volcanoes and Magma Movements

Námskeiðið var stútfullt af grunnþekkingu á eftirliti með eldfjöllum og kvikuhreyfingum og það gefur góða innsýn í framtíð þessa vísinda.

Það er mjög vel skipulagt og skyndiprófið í lok hvers kafla var mjög gagnlegt til að skilja grunninn í smáatriðum.

Alicia F
EdX-Monitoring Volcanoes and Magma Movements

Mjög áhugavert námskeið sem fjallar um helstu þætti sem þarf til að fylgjast með eldfjöllum og kvikuhreyfingum, með fullt af dæmum, bæði nýlegum og eldri, af ólíkum ferlum og eldgosum. Einn af bestu eiginleikum þessa MOOC námskeiðs er sveigjanleiki þess, þar sem hvert efni er kynnt með grunnhugtökum sem þróast í flóknari tækni, líkön eða túlkanir. Þetta gerir námskeiðið hæfilegt fyrir nánast alla sem hafa áhuga á eldfjöllum, frá fólki með góðan bakgrunn á eldfjöllum til einhvers sem hefur ekki bakgrunn.

Ég mæli eindregið með þessu námskeiði til allra sem hafa áhuga á eldfjöllum.