
Efnafræði
120 einingar - MS gráða
. . .
Námið er tveggja ára fræðilegt og verklegt framhaldsnám (rannsóknatengt framhaldsnám) í efnafræði.
Námið er 120 einingar og er fullgilt próf til prófgráðunnar magister scientiarum, MS.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Í meistaranámi í efnafræði gefst nemendum tækifæri til að starfa að rannsóknarverkefnum undir handleiðslu leiðbeinanda við námsbrautina.
Framhaldsnámið byggist á einstaklingsmiðuðum námsáætlunum með miklu valfrelsi til sérhæfingar.
Námsáætlanir nemenda eru gerðar í samráði við leiðbeinenda hvers og eins.
Nemendur geta valið um að taka 90 eininga meistaraverkefni og 30 einingar í námskeiðum eða 60 eininga meistaraverkefni og 60 einingar í námskeiðum.
- Fyrsta háskólagráða, BS-próf, með lágmarkseinkunn 6,5. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám. Samþykkt í meistaranám er háð því hvort leiðbeinandi finnist meðal fastra kennara námsleiðar.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.