Skip to main content

Efnafræði

""

Efnafræði

120 einingar - MS gráða

. . .

Námið er tveggja ára fræðilegt og verklegt framhaldsnám (rannsóknatengt framhaldsnám) í efnafræði.

Námið er 120 einingar og er fullgilt próf til prófgráðunnar magister scientiarum, MS. 

  ""

  Um námið

  Í meistaranámi í efnafræði gefst nemendum tækifæri til að starfa að rannsóknarverkefnum undir handleiðslu leiðbeinanda við námsbrautina.

  Framhaldsnámið byggist á einstaklingsmiðuðum námsáætlunum með miklu valfrelsi til sérhæfingar.
  Námsáætlanir nemenda eru gerðar í samráði við leiðbeinenda hvers og eins.

  Nemendur geta valið um að taka 90 eininga meistaraverkefni og 30 einingar í námskeiðum eða 60 eininga meistaraverkefni og 60 einingar í námskeiðum.

  Inntökuskilyrði

  Framhaldsnám

  1. Fyrsta háskólagráða, BS-próf, með lágmarkseinkunn 6,5. Auk þess geta verið forkröfur/undirbúningsnámskeið sem verður að ljúka áður en hægt er að hefja meistaranám. Samþykkt í meistaranám er háð því hvort leiðbeinandi finnist meðal fastra kennara námsleiðar.
  2. Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
  3. Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.

  Sjáðu um hvað námið snýst

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Efnafræðingar eru eftirsóttir til starfa og starfsvettvangur þeirra er mjög fjölbreytilegur.

  Efnafræðingar eru meðal annars eftirsóttir starfskraftar hjá nýsköpunarfyrirtækjum þar sem sjálfstæð vinnubrögð og skapandi hugsun nýtist við rannsóknir og þróunarstörf.

  Mikil þörf er á menntuðum efnafræðingum til kennslu við framhaldsskóla landsins. 

  Texti hægra megin 

  Doktorsnám

  Meistaragráða í efnafræði opnar möguleika á doktorsnámi.

  Sjá lista yfir allt doktorsnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands.

  Hafðu samband

  Nemendaþjónusta VoN
  s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
  Opið virka daga frá 09:00-15:30

  Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
  Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

  Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

   Instagram  Twitter  Youtube

   Facebook  Flickr