
Dönskukennsla
MA gráða
MA-nám í dönskukennslu er 120 eininga nám sem veitir í senn meistaragráðu og réttindi til kennslu í dönsku á framhaldsskólastigi.

Um námið
Námið er skipulagt og kennt í samvinnu við Menntavísindasvið. Þetta er starfsmiðað nám sem ætlað er jafnt starfandi kennurum og þeim sem hyggja á kennslu í dönsku í framhaldsskólum.
Umsækjendur um þessa námsleið athugið:
Á rafrænu umsóknareyðublaði skal velja Menntun framhaldsskólakennara, MA, 120 einingar, og kjörsviðið Dönskukennsla.
BA-próf í dönsku eða B.Ed.-próf með 1. einkunn og lokaritgerð veitir aðgang að MA-námi. Þeir sem hafa lokið B.Ed.-prófi þurfa þó að ljúka undirbúningsnámi á BA-stigi áður en þeir hefja nám á MA-stigi.
Þeir sem höfðu tungumálið sem kjörsvið þurfa að jafnaði að taka allt fyrsta árið í BA í dönsku, mínus MOM-námskeiðin tvö en skrifa BA-ritgerð í dönsku. Þeir sem höfðu ekki tungumálið sem kjörsvið taka að jafnaði 120 einingar í BA-náminu í dönsku, taka ekki MOM-námskeiðin tvö en skrifa BA-ritgerð.