Djáknanám, viðbótardiplóma | Háskóli Íslands Skip to main content

Djáknanám, viðbótardiplóma

Djáknanám

60 einingar - Viðbótardiplóma

. . .

Að loknu eða jafnhliða 60 eininga djáknanámi getur kandidat sem hefur lokið starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar, hlotið embættisgengi til að sækja um djáknastarf og taka vígslu. Eins árs fræðilegt viðbótarnám við guðfræðideild Háskóla Íslands. Velji stúdent að taka starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar og fullnægi hann öðrum skilyrðum sem sett kunna að verða veitir námið réttindi til djáknastarfa.

Um námið

Djáknanám er starfsréttindanám. Það hefur það markmið að mennta verðandi djákna og gera þá í stakk búna til að gegna líknar- og fræðslustörfum í samvinnu við sóknarpresta. Einnig geta þeir starfað á einstökum stofnunum, s.s. á sjúkrahúsum.

Nánari upplýsingar um framhaldsnám í djáknanámi.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA-próf í uppeldis- og menntunarfræði, B.Ed.próf, BA-próf í félagsráðgjöf, BS-próf í hjúkrun.

Umsagnir nemenda

Dagbjört Eiríksdóttir
Djáknanemi

Námið við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands var áhugavert og skemmtilegt. Fjölbreytileikinn í náminu kom á óvart, hversu margar mismunandi námsgreinar voru í boði með ólíkum og spennandi viðfangsefnum. Vegna smæðar deildarinnar er nemendahópurinn þéttur og náinn, þar er að finna fólk á öllum aldri og úr mismunandi áttum sem kryddar tilveruna og allt samtal í náminu.

Jóhanna María Eyjólfsdóttir
Djáknanemi

Ég hóf mína seinni háskólagöngu full tilhlökkunar haustið 2015. Lét gamlan draum rætast og hóf  viðbótardiplómanám í djáknafræðum . Ég vissi frá fyrsta degi að ég hafði valið rétt og námið kom mér skemmtilega á óvart með öllum sínum fjölbreytileika og einkar færum og áhugasömum kennurum. Námið endurspeglar allt litfrófið, sögu, menningarfræði, siðfræði, tungumál, trúarbragðafræði og sálgæslufræði. Ekki spillir hemilislegt andrúmsloftið í deildinni fyrir, kennarar mæta nemendum sem jafningjum sem eru á öllum aldri með mismunandi menntun og lífsreynslu í farteskinu.  Bestu meðmælin eru þau að mig langar í raun ekki að kveðja deildina og á örugglega eftir að vera þar í námi á einn eða annan hátt í framtíðinni, þó útskrift sé innan seilingar í júní 2017.

Getum við aðstoðað?

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.

Netspjall