Djáknanám | Háskóli Íslands Skip to main content

Djáknanám

""

Guðfræði - Djáknanám

BA gráða

. . .

Djáknanám er starfsréttindanám sem miðar að því að mennta djákna og gera þá í stakk búna til að gegna líknar- og fræðslustörfum í samvinnu við sóknarpresta. Einnig geta þeir starfað á einstökum stofnunum, s.s. á sjúkrahúsum. Djáknaembættið er sérstakt embætti innan kirkjunnar og eru djáknar því vígðir af biskupi.

Um námið

Djáknanám er starfsréttindanám sem miðar að því að mennta djákna og gera þá í stakk búna til að gegna líknar- og fræðslustörfum í samvinnu við sóknarpresta. Einnig geta þeir starfað á einstökum stofnunum, s.s. á sjúkrahúsum.

Djáknaembættið er sérstakt embætti innan kirkjunnar og eru djáknar því vígðir af biskupi. Tvær námsleiðir eru í boði.

Nánari upplýsingar um djáknanám.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Íslenskt stúdentspróf (eftir 4 ár í framhaldsskóla) af bóknámsbraut framhaldsskóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Daníel Ágúst Gautason
Aðalbjörg Pálsdóttir
Daníel Ágúst Gautason
Djáknanám

Margir telja að guðfræðin sé bara einskonar biblíuskóli. Guðfræðin er svo miklu meira en bara biblíufræðsla, þó það sé auðvitað mikilvægur hluti af henni. Innan guðfræðinnar kynnist maður margskonar mismunandi fræðasviðum eins og siðfræði, kynjafræði, heimspeki og sagnfræði. Ekki aðeins er námið skemmtilegt og áhugavert heldur er það krefjandi og getur verið átakamikið á köflum. En það hefur átt þátt í því að styrkja mig sem manneskju í fylgd góðra kennara og skemmtilegra samnemenda.

Aðalbjörg Pálsdóttir
Djáknanemi

Djáknanám er fræðandi og skemmtilegt, krefjandi og skapandi. Sálgæslukennslan er ómetanlegt fararnesti út í lífið og gefur mikla möguleika til starfa á hinum ýmsu svið mannlegra samskipta. Söguleg og fræðileg tenging frumkristninnar og nútímans gefur skemmtilega yfirsýn. Deildin hefur sína eigin kaffistofu og bókasafn, sem hjálpar okkur að kynnast, eiga samfélag og þjappar nemendum saman.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Starf djáknans felst í líknar- og fræðslustörfum í söfnuðum, þeir heimsækja aldraða og sjúka, sjá um fræðslu, t.d. barna- og unglingastarf, sem og starf fyrir fullorðna. Einnig sinna þeir sálgæslustörfum í söfnuðum og inni á stofnunum í samvinnu við sóknar- eða sjúkrahússpresta.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Þjóðkirkjan

Félagslíf

Félag guðfræðinema er hagsmunafélag þeirra er stunda nám við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands. Fiskurinn á facebook.

Samfélag nemenda á Hugvísindasviði.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl 10:00–12:15 og 12:45–15:00 og á föstudögum frá kl 10:00–12:15 og lokað eftir hádegi. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi