Skip to main content

Djáknafræði

""

Djáknafræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Námið er tveggja ára þverfræðilegt nám. Lögð er áhersla á sjálfbærni, margbreytileika og mannréttindamál í samræmi við aukið vægi þessara þátta í kennslu og rannsóknum á sviði djáknafræði á alþjóðavísu.

Um námið

Námið er fullt tveggja ára nám. 

Markmið námsins er að nemendur öðlist staðgóða þekkingu í djáknafræði og undirstöðuatriðum guðfræði. 

Nemendur geta einnig sérhæft sig á ákveðnu sviði, t.d. með því að sækja nám í sálgæslu á meistarastigi við Endurmenntun HÍ eða annað framhaldsnám á Menntavísindasviði eða Félagsvísindasviði.

""

Megin áherslur

Nemendur þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum og rannsóknaraðferðum.

Markmiðið er að búa nemendur undir ýmis störf á ólíkum sviðum kærleiksþjónustu innan kirkjunnar eða hinna ýmsu þjónustustofnana.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Umsækjendur um meistaranám þurfa að hafa lokið BA-prófi í guðfræði, uppeldis- og menntunarfræði, félagsráðgjöf, hjúkrunarfræði, B.Ed.-prófi eða sambærilegu prófi sem nýtist á sviði kærleiksþjónustu frá viðurkenndum háskóla með fyrstu einkunn (7,25) að lágmarki eða jafngildi hennar.

Umsækjendur sem hafa lokið 60e viðbótardiplómu í djáknafræði frá Guðfræði- og trúarbragðafræðideild geta til ársins 2025 sótt um að fá það nám metið sem hluta af MA námi í djáknafræði.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Djáknanám miðar að því að mennta djákna og gera þá í stakk búna til að gegna líknar- og fræðslustörfum í samvinnu við sóknarpresta.

Einnig geta þeir starfað á einstökum stofnunum, svo sem á sjúkrahúsum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kirkjur
  • Líknarstörf
  • Fræðslu
  • Sjúkrahús
  • Félagsþjónustu
  • Öldrunarheimili

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustutorg í Gimli og Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði: