Um námið | Háskóli Íslands Skip to main content

Um námið

Leikskólafræði er tveggja ára fræðilegt og starfstengt nám og er ætlað þeim sem uppfylla inntökuskilyrði í grunnnám á háskólastigi. Diplómunámið er staðsett á námsbrautinni menntunarfræði leik- og grunnskóla og er sérstök námsleið innan hennar. Námið tekur mið af aðalnámskrá leikskóla, lögum um leikskóla og starfsvettvangi leikskólakennara. Fræðilegt nám og vettvangsnám er samþætt á námsleiðinni. 

Meginmarkmið námsins er að undirbúa nemendur fyrir starf í leikskóla og samstarf í starfsmannahópi leikskóla. Lögð er áhersla á að nemendur hljóti fræðilega og starfstengda þekkingu á uppeldi og menntun leikskólabarna og þjálfun í að beita henni á vettvangi.

Námið skiptist í eftirfarandi þætti:

  • Fræðileg undirstaða uppeldis og menntunar 20e
  • Leikskólafræði 30e (þar af 10 einingar vettvangsnám)
  • Námssvið leikskóla og samþætting leikskólastarfs 60e (þar af 11 einingar vettvangsnám)
  • Valnámskeið 10e

Fyrirkomulag kennslu

Námið er skipulagt sem staðnám og/eða fjarnám með ákveðinni mætingaskyldu og vettvangsnámi. Kennt er með í fyrirlestrum og umræðutímum auk þess sem list- og verkgreinakennsla fer fram í verklegum tímum.

Aðgangur að frekara námi

Þeir sem ljúka grunndiplómu í leikskólafræði fá starfsheitið aðstoðarleikskólakennari. Að námi loknu geta nemendur einnig sótt um áframhaldandi nám til bakkalárgráðu í leikskólakennarafræði.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.