Leiðbeiningar til þeirra sem koma erlendis frá til náms eða starfa við Háskóla Íslands á meðan takmarkanir eru í gildi vegna COVID-19 | Háskóli Íslands Skip to main content

Leiðbeiningar til þeirra sem koma erlendis frá til náms eða starfa við Háskóla Íslands á meðan takmarkanir eru í gildi vegna COVID-19

""

Forskráning

Allir sem koma til landsins verða að forskrá sig á vef almannavarna.

Ath. Skráningin má ekki vera eldri en þriggja sólarhringa þegar komið er inn í landið.

Skimun

Frá og með 19. ágúst kl. 00:00 verða allir komufarþegar að velja um að fara í 14 daga sóttkví eða vera skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 5-6 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Fyrri sýnatakan fer fram við landamæri og sú seinni á heilsugæslustöð 4-5 dögum síðar. 

Leiðbeiningar um sóttkví vegna heimsóknar á  Íslandi.

Upplýsingar á vef landlæknis

Á meðan beðið er eftir niðurstöðum seinni skimunar á fólk að hlíta heimkomusmitgát.

Sýnatakan kostar 9.000 kr. ef borgað er við forskráningu, 11.000kr. ef borgað er á staðnum.

Seinni sýnatakan fer fram á heilsugæslu og er kostnaður við hana innifalinn.

Sjá nánar á vefnum Covid.is.

Námsferðir innanlands

Starfsmenn og stúdentar sem koma erlendis frá verða að fara í seinni sýnatöku áður en þeir geta farið í námsferðir.

Kennarar  námskeiða þar sem farið er í námsferðir skulu brýna fyrir nemendum að virða almennar sóttvarnareglur, virða tveggja metra regluna eftir því sem við verður komið.

Smitrakningarapp

Allir eru hvattir til að setja COVID-19-smitrakningarsmáforritið upp í síma sínum og hafa það í símanum í tvær vikur eftir heimkomu.

Ath. Þetta gildir um alla sem koma erlendis frá, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki.

Allar nánari upplýsingar er að finna á covid.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.