Leiðbeiningar til þeirra sem koma erlendis frá til náms eða starfa við Háskóla Íslands á meðan takmarkanir eru í gildi vegna COVID-19 | Háskóli Íslands Skip to main content

Leiðbeiningar til þeirra sem koma erlendis frá til náms eða starfa við Háskóla Íslands á meðan takmarkanir eru í gildi vegna COVID-19

Leiðbeiningar til þeirra sem koma erlendis frá til náms eða starfa við Háskóla Íslands á meðan takmarkanir eru í gildi vegna COVID-19 - á vefsíðu Háskóla Íslands

Skimun

Allir sem koma til landsins þurfa fylgjast með þeim reglum sem gilda um ferðalög til landsins og takmarkanir á þeim vegna COVID-19-faraldursins.

Fyrir komuna til landsins er öllum einstaklingum skylt að fylla út eyðublað (forskráningu) þar sem m.a. koma fram samskiptaupplýsingar, upplýsingar um dvalarstað í sóttkví og upplýsingar um heilsufar. Fólk sem fengið hefur COVID-19 eða hefur verið bólusett verður að fylgja reglum sem um þann hóp gilda.

Nánari upplýsingar um gildandi reglur hverju sinni eru hér.

Leiðbeiningar um sóttkví

Námsferðir innanlands

Starfsmenn og stúdentar sem koma erlendis frá verða að fara í sýnatöku áður en þeir geta farið í námsferðir.

Kennarar námskeiða þar sem farið er í námsferðir skulu brýna fyrir nemendum að virða almennar sóttvarnareglur, virða eins metra regluna eftir því sem við verður komið.

Smitrakningarapp

Allir eru hvattir til að setja COVID-19-smitrakningarsmáforritið upp í síma sínum og hafa það í símanum í tvær vikur eftir heimkomu.

Ath. Þetta gildir um alla sem koma erlendis frá, hvort sem þeir eru íslenskir ríkisborgarar eða ekki.

Allar nánari upplýsingar er að finna á covid.is.