Starfsfólk og COVID-19 | Háskóli Íslands Skip to main content

Starfsfólk og COVID-19

Starfsfólk og COVID-19 - á vefsíðu Háskóla Íslands

Markmið Háskóla Íslands er að skipuleggja skólastarfið haustið 2021 þannig að það haldist óslitið þrátt fyrir skyndilegar breytingar en einnig að það sé eins eðlilegt og kostur er.

Þessar meginreglur gilda innan skólans:

  • Nándarmörk eru 1 metri. 
  • Grímuskylda er þar sem ekki er unnt að hafa 1 metra milli einstaklinga. Tryggja þarf rétta notkun andlitsgrímunnar. 
  • Til að minnka smithættu er eindregið mælst til þess að fólk beri grímur á göngum skólans, en gangar eru hluti af ferðarými.
  • Um leið og sest er inn í kennslustofu má taka niður grímuna þótt nánd sé minni en 1 metri.
  • 50 manns mega að hámarki vera í sama rými með ákveðnum takmörkunum
  • Háskólaborgarar eru hvattir til þess að huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum.

Starfsfólk mætir til vinnu samkvæmt venju nema að stjórnandi hafi ákveðið annað. Í samræmi við leiðbeiningar stjórnvalda er starfsfólk með undirliggjandi sjúkdóma hvatt til að láta stjórnendur vita og kanna í samráði við þá möguleika á að draga úr hættu á smiti á vinnustaðnum eða eftir atvikum vinna heima, verði því komið við.

Leitast skal við að nota fjarfundabúnað í stað funda.

Frekari upplýsingar um vinnu á tímum COVID-19 er að finna á Uglu, innri vef skólans.

Starfsfólk með flensulík einkenni, s.s. hita, beinverki, eymsli í hálsi og slappleika skal halda sig heima.

Neyðarstjórn skólans fundar reglulega til að leggja á ráðin um viðbúnað vegna COVID-19 og sendir út tilkynningar til nemenda og starfsfólks eftir því sem þurfa þykir. 

Hér að neðan eru svör við helstu spurningum sem kunna að hafa vaknað hjá starfsfólki. Ertu með fleiri spurningar? Hafðu endilega samband við okkur í gegnum netspjallið niðri í hægra horninu á síðunni eða sendu tölvupóst á neydarstjorn@hi.is.

Almennt

Sóttvarnir, næring, andleg líðan og hreyfing

Vettvangsferðir og ferðalög

Nánari upplýsingar

  • Forsetar fræðasviða miðla upplýsingum til nemenda og starfsfólks sviðanna um sértækar aðgerðir.
  • Ábendingar og spurningar til neyðarstjórnar berist á netfangið neydarstjorn@hi.is
  • Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands eru minntir á mikilvægi þess að fylgja leiðbeiningum sóttvarnalæknis, nýjustu upplýsingar er ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins. Þar er einnig að finna spurningar og svör um sjúkdómseinkenni og annað varðandi kórónaveiruna og COVID-19. 

Gagnlegir tenglar