Nemendur og COVID-19 | Háskóli Íslands Skip to main content

Nemendur og COVID-19

Samkomutakmarkanir vegna COVID-19 hafa ýmis áhrif á vinnustað eins og Háskóla Íslands.

Skólinn leggur rafræna kennslu til grundvallar haustið 2020, en leggur einnig áherslu á möguleikann á staðkennslu, sérstaklega fyrir nýnema, að því gefnu að slík kennsla uppfylli tilmæli sóttvarnarlæknis og yfirvalda hverju sinni. Við forgangsröðun staðkennslu verður áhersla lögð á umræðutíma, dæmatíma og sambærilega kennslu, kennslu í listgreinum, verklega kennslu og klíníska kennslu. Markmiðið er að skipuleggja skólastarfið þannig að það haldist óslitið þrátt fyrir skyndilegar breytingar en einnig að það sé eins eðlilegt og kostur er.

Mælst er til þess að starfsfólk og nemendur noti grímu í öllu skólastarfi í samræmi við tilmæli sóttvarnayfirvalda

Neyðarstjórn Háskóla Íslands fundar reglulega til að leggja á ráðin um viðbúnað vegna COVID-19-faraldursins og sendir út tilkynningar til nemenda og starfsfólks eftir því sem þurfa þykir.

Hér að neðan eru svör við helstu spurningum sem kunna að hafa vaknað hjá nemendum. Ertu með fleiri spurningar? Hafðu endilega samband við okkur í gegnum netspjallið niðri í hægra horninu á síðunni.

Viðbragðsáætlun Háskóla Íslands vegna COVID-19

Fyrirkomulag kennslu á komandi haustmisseriLíkamleg og andleg heilsa

 

 

Vinna við skrifleg verkefni og lokaritgerðir

Doktorsnemar og nýdoktorar

Skiptinemar og erlendir nemendur
Umsóknir um nám

Sem stendur er ekki opið fyrir umsóknir um nám í Háskóla Íslands á haustmisseri en opnað verður fyrir umsóknir á vormisseri í haust á samskiptagátt skólans. Eftir að umsókn hefur verið send inn er handhægast fyrir umsækjendur að fylgjast afgreiðslu umsóknar með því að skrá sig inn í samskiptagáttina, fara í „Yfirlit umsókna“ og þar mun birtast staða umsóknar sem og ýmis skilaboð frá HÍ, t.d. ef einhver fylgigögn með umsókn vantar.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum um rafræna umsókn og stöðu umsóknar er best að senda tölvupóst á umsokn@hi.is

Hættusvæði/ferðalög

Menntasjóður, sumarstörf og atvinnuleysisúrræði
Nánari upplýsingar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.