Covid-19 | Háskóli Íslands Skip to main content

Covid-19

Viðbúnaður vegna COVID-19

Háskóli Íslands hefur gripið til ýmissa aðgerða vegna COVID-19 og samkomubanns. Á þessari síðu finnurðu upplýsingar og enn fremur svör við ýmsum spurningum sem snerta óvenjulegar aðstæður sem nú eru uppi. Þú getur líka sent spurningar og ábendingar í gegnum netspjallið.

Skilaboð rektors vegna COVID-19-faraldurs

Sjáðu um hvað námið snýst

Hættustig almannavarna

Eins og kunnugt er hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir hættustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis. Gildandi takmörkun á samkomum nær frá og með 31. júlí 2020 (kl. 12.00) og gildir til 13. ágúst 2020 (kl. 23.59). Nánari upplýsingar um áhrif samkomubannsins eru á vef Almannavarna og er starfsfólk og nemendur hvatt til að kynna sér þau vandlega. Einnig eru mjög gagnlegar upplýsingar á covid.is 

Vakin er athygli á viðbragðsáætlun Háskóla Íslands vegna COVID-19 faraldursins

    Ertu með ábendingar eða spurningar sem snerta COVID-faraldurinn og áhrif hans á skólastarf í Háskóla Íslands? Hafðu þá samband við okkur í gegnum netspjall skólans hér hægra megin á síðunni eða með því að senda tölvupóst á neydarstjorn@hi.is. Einnig má senda ábendingar í gegnum Facebook-síðu Háskólans.