Skip to main content

Rekstur verkefna

Mikilvægt er að allir styrkþegar kynni sér samningsskuldbindingar áður en verkefni hefjast. Samningar og reglur breyttust við upphaf Horizon 2020 áætlunarinnar, en verkefni úr sjöundu rammaáætluninni geta gengið til 2018 og lúta reglum þeirrar áætlunar.  

Starfsfólk Vísinda- og nýsköpunarsviðs veitir aðstoð vegna spurninga sem snúa að fjármálum og uppgjörum verkefna. Einnig veitir starfsfólk RANNÍS upplýsingar og Elísabet Andrésdóttir (elisabet@rannis.is) er landstengiliður (NCP) um fjármál og þátttökureglur í Evrópuverkefnum.

Horizon 2020

Þær má finna í stöðluðum styrksamningum á þátttakendagáttinni.

Fjármálaleiðbeiningar ásamt leiðbeiningum fyrir umsækjendur eru ekki tilbúnar en verða birtar innan skamms.

FP7

Reglur og skuldbindingar vegna FP7 verkefna má finna í stöðluðum styrksamningi og viðaukum við hann, sem eru mismunandi eftir því úr hvaða undiráætlun styrkurinn kemur.

Allar helstu reglur er að finna í leiðbeiningarbæklingi um fjármálastjórnun Evrópuverkefna (Guide to Financial Issues).

Önnur mikilvæg leiðbeiningarskjöl er að finna á þátttakendagáttinni. Einnig er mikilvægt að kynnar sér leiðbeiningar fyrir umsækjendur þegar sótt er um styrki þar sem að þar koma oft fram sértækar reglur undiráætlanna.

Finance helpdesk er verkefni sem fjármagnað er af rannsóknááætlununum.  Þar er hægt að leita sér ýmissa ókeypis upplýsinga og ráðgjafar um fjármál og uppgjör verkefna. Svör við algengum spurningum má finna á vefsíðu Finance helpdesk.

IPR helpdesk sinnir hugverkamálum á svipaðan hátt.