
Byggingarverkfræði
120 einingar - MS gráða
Tveggja ára framhaldsnám í byggingarverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild.
Námið er 120 einingar og samanstendur annaðhvort af 60 einingum í námskeiðum og 60 eininga rannsóknarverkefni eða 90 einingum í námskeiðum og 30 einingum í rannsóknarverkefni.

Um námið
Meistaranám í byggingarverkfræði við Háskóla Íslands er tveggja ára nám (120 ECTS) sem miðar að því að gera nemendum kleift að greina og finna lausnir á byggingartæknilegum verkefnum í nútíma þjóðfélagi.
Námið byggist á verkfræðilegum kjarnafögum en einnig valfögum til að útvíkka og dýpka þekkingu á einstökum greinum.
Nemendur geta tekið valfög frá öðrum námsbrautum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði með leyfi umsjónarkennara. Ritgerðarefni er einnig valið í samráði við umsjónarkennara.
Nemendur taka gjarnan eitt misseri af námskeiðum í skiptinámi erlendis.
Í boði eru þrjú kjörsvið:
- Mannvirkja- og jarðskjálftaverkfræði
- Jarðtækni og samgönguverkfræði
- Endurnýjanleg orka - orkuverkfræði
Að loknu meistaraprófi í byggingarverkfræði geta nemendur sótt um leyfi til iðnaðarráðherra til að geta kallað sig verkfræðinga. Starfsheitið er lögverndað.
- BS-próf í umhverfis- og byggingarverkfræði eða skyldri grein með meðaleinkunn 6,5 eða hærri. Þeir sem ekki hafa próf í umhverfis- og byggingarverkfræði þurfa að uppfylla forkröfur sem Umhverfis- og byggingarverkfræðideild setur, sjá nánar: forkröfur. Ákvæði til bráðabirgða: Ákvæði reglna nr. 259/2004 um meistaranám við verkfræðideild Háskóla Íslands gilda um lágmarkseinkunn fyrir þá sem innrituðust í grunnnám í verkfræði og tölvunarfræði á vormisseri 2012 eða fyrr. Sjá nánar: https://www.hi.is/haskolinn/reglur_nr_994_2017
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1 bls.) þar sem þeir tilgreina hvers vegna þeir hafa áhuga á þessu námi, markmið með náminu og hugsanlegt viðfangsefni í meistararitgerð.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá 2 einstaklingum (kennari/yfirmaður) sem þekkja vel til umsækjenda og geta veitt honum skýra umsögn. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands á netfangið umsokn@hi.is. Ef nemandi er að sækja um áframhaldandi nám í sömu deild þarf ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum.