Skip to main content

Bókmenntir, menning og miðlun

Bókmenntir, menning og miðlun

MA gráða

. . .

MA í bókmenntum, menningu og miðlun er 120 eininga námsleið. Markmið hennar er að styrkja fræðilega þekkingu og skilning nemenda á tengslum bókmennta, menningar og miðlunar.

Um námið

Bókmenntatextar eru skoðaðir út frá þvermenningarlegu og þverfaglegu sjónarhorni. Sum námskeiðanna eru fræðileg og almenns eðlis, í öðrum er sjónum beint að ákveðnum bókmenntategundum, þemum og/eða tímabilum. Einnig verða skoðaðar birtingarmyndir bókmennta í fjölmiðlum og annars staðar í samtímanum.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA, B.Ed eða BS-próf með 1. einkunn veitir aðgang að meistaranámi á háskólastigi. Skilyrði er að hafa skrifað lokaritgerð í BA-náminu. Færni í tungumálinu þarf að vera C1. TOEFL 100, IELTS 7,5.

Gera má kröfu um að nemendur ljúki ákveðnum námskeiðum á BA-stigi (t.d. í bókmenntafræði og ritun) í grunnnámi til viðbótar þeim 120 einingum sem krafist er á meistarastigi. Þessum viðbótarnámskeiðum skal ljúka á fyrsta misseri námsins.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.