
Blaða- og fréttamennska
30 einingar - Viðbótardiplóma
. . .
Staðgóð menntun blaða- og fréttamanna er mikilvæg forsenda þess að þeir geti sinnt hlutverki sínu við að upplýsa, fræða og hafa ofan af fyrir fólki og ekki síst hafa gætur á valdhöfum fyrir hönd almennings.
Markmiðið með náminu er að leggja traustan grunn að fagþekkingu á sviði blaða- og fréttamennsku og búa nemendur sem best undir starf í hröðum heimi nútímafjölmiðlunar.
Næst verður tekið inn í námið skólaárið 2022/23.
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Námið
Diplómanám í blaða- og fréttamennsku sem lokið er með 1. einkunn getur veitt aðgang að meistaranámi í blaða- og fréttamennsku, en það er þó háð fjölda umsækjanda, einkunnum þeirra og öðrum þáttum, vegna fjöldatakmarkana í meistaranámið.