
Blaða- og fréttamennska
120 einingar - MA gráða
Staðgóð menntun blaða- og fréttamanna er mikilvæg forsenda þess að þeir geti sinnt hlutverki sínu við að upplýsa, fræða og hafa ofan af fyrir fólki og ekki síst hafa gætur á valdhöfum fyrir hönd almennings.
Markmiðið með náminu er að leggja traustan grunn að fagþekkingu á sviði blaða- og fréttamennsku og búa nemendur sem best undir starf í hröðum heimi nútímafjölmiðlunar.
Næst verður tekið inn í námið skólaárið 2022/23.

Námið
Meistaranám í blaða- og fréttamennsku er tveggja ára nám (120e ) sem skiptist í námskeið 90e og lokaverkefni 30e. Námið er fræðilegt og hagnýtt og býr nemendur undir fjölbreytt störf við margskonar fjölmiðlun. Áhersla er lögð á að kenna nemendum siðareglur, vinnubrögð og aðferðir sem blaða- og fréttamenn nota við vinnu sína.
BA, BS, B.Ed. próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt próf. Fjöldi nýrra nemenda á ári er takmarkaður við 21.
ATH. Ekki eru teknir inn nýir nemendur háskólaárið 2021-2022. Næst tekið inn fyrir háskólaárið 2022-2023.