Skip to main content

Blaða- og fréttamennska, MA

Blaða- og fréttamennska

120 einingar - MA gráða

. . .

Staðgóð menntun blaða- og fréttamanna er mikilvæg forsenda þess að þeir geti sinnt hlutverki sínu við að upplýsa, fræða og hafa ofan af fyrir fólki og ekki síst hafa gætur á valdhöfum fyrir hönd almennings.

Markmiðið með náminu er að leggja traustan grunn að fagþekkingu á sviði blaða- og fréttamennsku og búa nemendur sem best undir starf í hröðum heimi nútímafjölmiðlunar. 

Námið

Meistaranám í blaða- og fréttamennsku er tveggja ára nám (120e ) sem skiptist í námskeið 90e og lokaverkefni 30e. Námið er fræðilegt og hagnýtt og býr nemendur undir fjölbreytt störf við margskonar fjölmiðlun. Áhersla er lögð á að kenna nemendum siðareglur, vinnubrögð og aðferðir sem blaða- og fréttamenn nota við vinnu sína.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

BA, BS, B.Ed. próf með fyrstu einkunn eða sambærilegt próf.

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

Atvinnumöguleikarnir eru fjölbreyttir enda fjölgar miðlunum, ekki síst á vefnum og  varla til það félag, stofnun, fyrirtæki eða samtök sem ekki stendur fyrir  upplýsingamiðlun af einhverju tagi.  

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

Útskrifaðir nemendur starfa sem blaða- og fréttamenn á dagblöðum, tímaritum, útvarpi og sjónvarpi og vefmiðlum af ýmsu tagi. Einnig sem vefstjórar, ritstjórar fréttabréfa, kennarar, fjölmiðlafulltrúar og á auglýsingastofum svo dæmi séu tekin.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook

Umsjón með náminu hefur Valgerður Anna Jóhannsdóttir (vaj@hi.is), 525-4229