
Barnavernd (ekki tekið inn í námið 2022-2023)
30 einingar - Viðbótardiplóma
Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þörf fyrir þverfaglega þekkingu, bæði fræðilega og hagnýta á sviði barnaverndar og auka færni háskólamenntaðra starfsmanna.

Fyrir hverja?
Námið er ætluð nemendum sem lokið hafa háskólanámi í heilbrigðis- eða félagsvísindum og hafa starfsreynslu á sviði barnaverndar.

Námið
Markmið námsins er að koma til móts við þörf fyrir þverfaglega þekkingu, bæði fræðilega og hagnýta á sviði barnaverndar og auka færni háskólamenntaðra starfsmanna.
Umsækjendur skulu hafa lokið námi í félags-, heilbrigðis- eða menntavísindum með fyrstu einkunn. Umsækjendur skulu starfa við málsmeðferð hjá barnaverndarnefnd og hafa a.m.k. þriggja ára starfsreynslu á því svið ásamt því að vera í handleiðslu á vegum síns vinnustaðar þann tíma sem námið stendur.
Með umsókn skal fylgja samþykki yfirmanns þar sem fram kemur að starfsmaðurinn geti stundað nám samhliða starfi, fái handleiðslu á námstímanum og geti unnið verkefni sem tengist starfi hans.