
Annarsmálsfræði
MA gráða
Þessi nýja námsleið er svar við brýnni þörf fyrir betri menntun tungumálakennara sem kenna á háskólastigi og þeirra sem kenna fullorðnum tungumál á öðrum vettvangi. Námsleiðinni er einnig ætlað að efla rannsóknir á sviði annarsmálsfræða og tví- og margtyngis.

Um námið
Námið er ætlað þeim sem hyggjast vinna við rannsóknir á fræðasviðinu og sem undanfari doktorsnáms og einnig þeim sem hyggjast leggja fyrir sig kennslu í öðru eða erlendu máli fyrir fullorðna og loks þeim sem vilja dýpka og víkka þekkingu sína á kennslu tungumála fyrir fullorðna.
BA-próf með 1. einkunn og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni, er skilyrði fyrir aðgangi að meistaranámi á háskólastigi. Námið er fyrst og fremst ætlað nemendum sem hafa lokið grunnnámi á háskólastigi á sviði hugvísinda.