
Ameríkufræði
MA gráða
. . .
Þetta er fjögurra missera (tveggja ára) alþjóðlegt fræðilegt framhaldsnám í Mála- og menningardeild við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.
Námið
Fyrir nemendur
Viltu vita meira?

Um námið
Námið er meistaranám (þrep 2, stig 4). Það er 120 e, þar af minnst 30 e lokaverkefni, og lýkur með MA-prófi.
Nemendur sem hefja meistaranám í námsleiðinni Ameríkufræði skulu hafa lokið BA-, B.Ed.- eða BS-prófi með fyrstu einkunn, en auk þess þurfa þeir að standast settar kröfur um málfærni í ensku, frönsku og/eða spænsku, eftir því sem við á. Skilyrði er að hafa skrifað lokaritgerð í BA-náminu. Færni í tungumálinu þarf að vera C1. TOEFL 100, IELTS 7,5.