Alþjóðlegt nám í menntunarfræði, MA | Háskóli Íslands Skip to main content

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði, MA

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði opnar nýjar leiðir fyrir nemendur sem hafa áhuga á alþjóðlegri sýn á viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræði eða hafa áhuga á að vinna með vaxandi hópi innflytjendabarna og tvítyngdra barna á Íslandi. Námið fer fram á ensku og hafa nemendur komið víða að úr heiminum. Með alþjóðlegu námi í menntunarfræði er brugðist við þróun fjölmenningarsamfélags og hnattvæðingu.

Um námið

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði, MA, er fullt tveggja ára nám sem lýkur með lokaritgerð. Í náminu er fjallað um fjölmenningu, samanburðarmenntunarfræði, fagmennsku í menntun og menntun og þróunarmál. Nemendur í náminu hafa komið frá yfir 30 löndum og er mikil áhersla lögð á að virkja þann mannauð sem býr í nemendahópnum.

  Áherslur í námi

  Í alþjóðlegu námi í menntunarfræði er sérstaklega fjallað um menntun og skólastarf í samhengi hnattvæðingar, fólksflutninga, þróunar fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi, sjálfbærrar þróunar, fagmennsku og alþjóðavæðingar svo nokkuð sé nefnt.

  • Námið fer fram á ensku
  • Námið veitir ekki kennsluréttindi

  Inntökuskilyrði

  Framhaldsnám

  Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7,25).

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Að loknu námi opnast margar leiðir í atvinnulífinu, m.a. við kennslu, ráðgjöf, stefnumótun og stjórnunarstörf á sviði uppeldis, fræðslu og félagsmála í skólum og öðrum stofnunum samfélagsins. Athugið að námið veitir ekki kennsluréttindi.

  Texti hægra megin 

  Dæmi um starfsvettvang

  Alþjóðlegt nám í menntunarfræði opnar nýjar leiðir fyrir nemendur sem hafa áhuga á að vinna með vaxandi hópi innflytjendabarna og tvítyngdra barna á Íslandi, eða í alþjóðlegum skólum á Íslandi eða í skólum eða á annars konar vettvangi menntunar í öðrum löndum. 

  Félagslíf

  Í uppeldis- og menntunarfræði er starfandi nemendafélagið Tumi. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Tumi starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Tumi er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar. 

  Þú gætir líka haft áhuga á:
  Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed.Kennsla erlendra tungumála, M.Ed.Uppeldis- og menntunarfræði, MA
  Þú gætir líka haft áhuga á:
  Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed.Kennsla erlendra tungumála, M.Ed.
  Uppeldis- og menntunarfræði, MA

  Hafðu samband

  Kennsluskrifstofa
  1. hæð, Stakkahlíð – Enni
  Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
  Sími 525-5950
  menntavisindasvid@hi.is

  Fyrirspurnum um námið í deildinni er beint til Jóhönnu K. Traustadóttur, deildarstjóra.

  Sími 525-5951
  jkt@hi.is