Alþjóðlegt nám í menntunarfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði opnar nýjar leiðir fyrir nemendur sem hafa áhuga á alþjóðlegri sýn á viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræði eða hafa áhuga á að vinna með vaxandi hópi innflytjendabarna og tvítyngdra barna á Íslandi. Námið fer fram á ensku og hafa nemendur komið víða að úr heiminum. Með alþjóðlegu námi í menntunarfræði er brugðist við þróun fjölmenningarsamfélags og hnattvæðingu.

Um námið

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði, MA, er fullt tveggja ára nám sem lýkur með lokaritgerð. Í náminu er fjallað um fjölmenningu, samanburðarmenntunarfræði, fagmennsku í menntun og menntun og þróunarmál. Nemendur í náminu hafa komið frá yfir 30 löndum og er mikil áhersla lögð á að virkja þann mannauð sem býr í nemendahópnum.

  Áherslur í námi

  Í alþjóðlegu námi í menntunarfræði er sérstaklega fjallað um menntun og skólastarf í samhengi hnattvæðingar, fólksflutninga, þróunar fjölmenningarlegs samfélags á Íslandi, sjálfbærrar þróunar, fagmennsku og alþjóðavæðingar svo nokkuð sé nefnt.

  • Námið fer fram á ensku
  • Námið veitir ekki kennsluréttindi

  Inntökuskilyrði

  Framhaldsnám

  Við inntöku í meistaranám gildir sú meginregla að umsækjandi hafi lokið fyrstu háskólagráðu (B.Ed., BA eða BS) með fyrstu einkunn (7,25).

  Nemendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að þreyta TOEFL- eða IELTS-enskupróf. Frá þessu eru undantekningar. Sjá nánar HÉR.

  Mynd að ofan 
  Texti vinstra megin 

  Starfsvettvangur

  Að loknu námi opnast margar leiðir í atvinnulífinu, m.a. við kennslu, ráðgjöf, stefnumótun og stjórnunarstörf á sviði uppeldis, fræðslu og félagsmála í skólum og öðrum stofnunum samfélagsins. Athugið að námið veitir ekki kennsluréttindi.

  Texti hægra megin 

  Dæmi um starfsvettvang

  Alþjóðlegt nám í menntunarfræði opnar nýjar leiðir fyrir nemendur sem hafa áhuga á að vinna með vaxandi hópi innflytjendabarna og tvítyngdra barna á Íslandi, eða í alþjóðlegum skólum á Íslandi eða í skólum eða á annars konar vettvangi menntunar í öðrum löndum. 

  Félagslíf

  Í uppeldis- og menntunarfræði er starfandi nemendafélagið Tumi. Farið er í vísindaferðir, haldnar árshátíðir, Pubquiz og próflokaskemmtanir. Tumi starfar með öðrum nemendafélögum sviðsins og er boðið upp á marga sameiginlega viðburði. Tumi er einnig hagsmunafélag og er nemendum innan handar. 

  Þú gætir líka haft áhuga á:
  Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed.Kennsla erlendra tungumála, M.Ed.Uppeldis- og menntunarfræði, MA
  Þú gætir líka haft áhuga á:
  Sérkennslufræði og skóli margbreytileikans, M.Ed.Kennsla erlendra tungumála, M.Ed.
  Uppeldis- og menntunarfræði, MA

  Hafðu samband

  Kennsluskrifstofa
  1. hæð, Stakkahlíð – Enni
  Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
  Sími 525-5950
  menntavisindasvid@hi.is

  Fyrirspurnum um námið í deildinni er beint til Jóhönnu K. Traustadóttur, deildarstjóra.

  Sími 525-5951
  jkt@hi.is