
Alþjóðasamskipti
MA gráða
Umfang alþjóðasamskipta og þátttaka Íslands í starfi alþjóðastofnana og -samtaka hefur vaxið mjög á undanförnum árum og kallar á aukinn fjölda fólks með þekkingu á hinum ýmsu sviðum alþjóðasamskipta. Náminu er ætlað að mæta vaxandi þörf í samfélaginu fyrir vel menntað starfsfólk með þekkingu á alþjóðasamskiptum hvort sem er í fyrirtækjum, hagsmunasamtökum, opinberum stofnunum eða sveitarfélögum.

Námið
Nám í alþjóðasamskiptum er hagnýtt, fjölbreytt og fræðilegt nám sem er kennt á ensku og er fyrir alla sem lokið hafa BA-, BS-, BEd- eða sambærilegu prófi í einhverri grein.
Í náminu er sérstök áhersla lögð m.a. á stöðu Íslands í alþjóðakerfinu og alþjóðasamskipti Íslands í víðu samhengi.

Fjölbreytt nám
Í náminu er sérstök áhersla lögð á stöðu Íslands í alþjóðakerfinu og alþjóðasamskipti smáríkja í víðu samhengi. Boðið er upp á fjölbreytt valnámskeið, þar á meðal starfsnám.
BA-, B.Ed.- eða BS-próf eða sambærilegt próf með fyrstu einkunn (7,25). Erlendir umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 79, IELTS 6.5).