Skip to main content

Almenn bókmenntafræði, MA

Almenn bókmenntafræði

MA gráða

. . .

Markmið MA-náms í almennri bókmenntafræði er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá m.a. undir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi og doktorsnám ef því er að skipta.

Um námið

Kennsla í almennri bókmenntafræði fer fram í fyrirlestrum, samræðuformi og semínaræfingum. Í öllu náminu fléttast nokkuð saman bókmenntafræði, bókmenntasaga og bókmenntalestur og túlkun.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Stúdent sem lokið hefur BA-prófi í almennri bókmenntafræði sem aðalgrein eða BA-prófi í annarri hugvísindagrein með almenna bókmenntafræði sem aukagrein og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni getur sótt um inngöngu í meistaranám í almennri bókmenntafræði.

Umsækjendur um meistaranám þurfa að hafa lokið BA-prófi eða jafngildi þess frá viðurkenndum háskóla, með fyrstu einkunn (7,25) að lágmarki eða jafngildi hennar, og skal lokaritgerð hafa hlotið fyrstu einkunn hið minnsta. Stúdent sem hyggst hefja meistaranám strax að loknu BA‒prófi getur sótt um það áður en viðkomandi prófi er lokið. Meistaranám getur þó enginn hafið formlega fyrr en inntökuskilyrðum hefur verið fullnægt til hlítar.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Kjartan Már Ómarsson
Kjartan Már Ómarsson
Almenn bókmenntafræði

Þegar ég byrjaði í almennri bókmenntafræði hafði ég myndað mér þá skoðun að námið snerist um að lesa fagurbókmenntir allan daginn alla daga, sem maður fær sannarlega möguleika á að gera. Nema í ofanálag lærir maður að lesa upp á nýjan leik, sem gerir að verkum að skrifaður texti opnast manni á nýja og merkingarþrungna vegu sem hefði verið ómögulegt að hugsa sér að óreyndu. Í almennri bókmenntafræði lærir maður jafnframt gagnrýna hugsun og fær í hendurnar hugtaksleg verkfæri sem hafa jafnt notagildi í daglegu lífi og við greiningu bókmenntaverka, því það að sjálfsögðu ekkert utan textans.  Almenna bókmenntafræðin kenndi mér ekki aðeins að lesa bækur heldur alla miðla, allar gjörðir, alla menningu, tilveruna í heild sinni.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Nám í almennri bókmenntafræði hefur einkum gildi sem almenn menntun fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og skilning á mannlegum samskiptum og listrænni tjáningu, jafnframt því sem þeir fá þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Bókaútgáfa.
  • Fjölmiðlar.
  • Auglýsingar og almannatengsl.
  • Menningarstarfsemi.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00. Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.