
Almenn bókmenntafræði
MA gráða
Markmið MA-náms í almennri bókmenntafræði er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá m.a. undir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi og doktorsnám ef því er að skipta.

Um námið
Kennsla í almennri bókmenntafræði fer fram í fyrirlestrum, samræðuformi og semínaræfingum. Í öllu náminu fléttast nokkuð saman bókmenntafræði, bókmenntasaga og bókmenntalestur og túlkun.
Umsækjendur um meistaranám þurfa að hafa lokið BA‒prófi eða jafngildi þess frá viðurkenndum háskóla, með fyrstu einkunn (7,25) að lágmarki eða jafngildi hennar, og skal lokaritgerð hafa hlotið fyrstu einkunn hið minnsta. Stúdent sem hyggst hefja meistaranám strax að loknu BA-prófi getur sótt um það áður en viðkomandi prófi er lokið. Meistaranám getur þó enginn hafið formlega fyrr en inntökuskilyrðum hefur verið fullnægt til hlítar.
Stúdent sem lokið hefur BA-prófi í almennri bókmenntafræði sem aðalgrein eða BA-prófi í annarri hugvísindagrein með almenna bókmenntafræði sem aukagrein og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni getur sótt um inngöngu í meistaranám í almennri bókmenntafræði.