Almenn bókmenntafræði, MA | Háskóli Íslands Skip to main content

Almenn bókmenntafræði, MA

Almenn bókmenntafræði

MA gráða

. . .

Markmið MA-náms í almennri bókmenntafræði er að veita nemendum vísindalega þjálfun og búa þá m.a. undir kennslustörf á framhaldsskólastigi, vísindastörf af ýmsu tagi og doktorsnám ef því er að skipta.

Um námið

Kennsla í almennri bókmenntafræði fer fram í fyrirlestrum, samræðuformi og semínaræfingum. Í öllu náminu fléttast nokkuð saman bókmenntafræði, bókmenntasaga og bókmenntalestur og túlkun.

Nánari upplýsingar um námið.

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Aðgang að MA-námi eiga þeir sem lokið hafa BA-prófi með fyrstu einkunn (7,25) og a.m.k. 10 eininga lokaverkefni í almennri bókmenntafræði sem aðalgrein eða BA-prófi í annarri hugvísindagrein með almenna bókmenntafræði sem aukagrein.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Kjartan Már Ómarsson
Kjartan Már Ómarsson
doktorsnemi

Þegar ég byrjaði í almennri bókmenntafræði hafði ég myndað mér þá skoðun að námið snerist um að lesa fagurbókmenntir allan daginn alla daga, sem maður fær sannarlega möguleika á að gera. Nema í ofanálag lærir maður að lesa upp á nýjan leik, sem gerir að verkum að skrifaður texti opnast manni á nýja og merkingarþrungna vegu sem hefði verið ómögulegt að hugsa sér að óreyndu. Í almennri bókmenntafræði lærir maður jafnframt gagnrýna hugsun og fær í hendurnar hugtaksleg verkfæri sem hafa jafnt notagildi í daglegu lífi og við greiningu bókmenntaverka, því það að sjálfsögðu ekkert utan textans.  Almenna bókmenntafræðin kenndi mér ekki aðeins að lesa bækur heldur alla miðla, allar gjörðir, alla menningu, tilveruna í heild sinni.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar að loknu námi

Nám í almennri bókmenntafræði hefur einkum gildi sem almenn menntun fyrir þá sem vilja auka þekkingu sína og skilning á mannlegum samskiptum og listrænni tjáningu, jafnframt því sem þeir fá þjálfun í fræðilegum vinnubrögðum.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Bókaútgáfa.
  • Fjölmiðlar.
  • Auglýsingar og almannatengsl.
  • Menningarstarfsemi.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2.

Skrifstofan er opin kl. 10-12 og 13-15 alla virka daga.
Hægt er að nálgast upplýsingar í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is.

Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð í Gimli auk þess sem athygli er vakin á þjónustuborði Háskólans á Háskólatorgi.