
Áfengis- og vímuefnamál
30 einingar - Viðbótardiplóma
Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu og færni á sviði áfengis- og vímuefnamála. Nemendur fá fræðilega og hagnýta þekkingu um málefni áfengis- og vímuefnasjúkra og áhrif vímuefnasýki á aðra fjölskyldumeðlimi og fjölskyldukerfi.

Fyrir hverja?
Námsleiðin hentar þeim sem starfa með áfengis- og vímuefnasjúkum og fjölskyldum þeirra, s.s. félagsráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, sálfræðingum, lýðheilsufræðingum, iðjuþjálfum, guðfræðingum og læknum.

Námið
Markmið námsleiðarinnar er að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu og færni á sviði áfengis- og vímuefnamála. Nemendur fá fræðilega og hagnýta þekkingu um málefni áfengis- og vímuefnasjúkra og áhrif vímuefnasýki á aðra fjölskyldumeðlimi og fjölskyldukerfi.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólanámi á heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísindasviði (BA, B.Ed, BS). Að jafnaði er krafist fyrstu einkunnar (7,25).