Skip to main content

Aðferðafræði

Aðferðafræði

120 einingar - MA gráða

. . .

Markvisst nám á framhaldsstigi í rannsóknaraðferðum félagsvísinda, með áherslu á megindlegar rannsóknaraðferðir. Viðfangsefni námsins eru: Tölfræðileg úrvinnsla, fjölbreytugreining, spurningalistakannanir, úrvinnsla og framsetning niðurstaðna og eigindleg aðferðafræði. Námsleiðin er hagnýt og byggir jafnframt á sterkum fræðilegum grunni.

Frá og með haustinu 2020 er í boði kjörsvið í markaðsrannsóknum.

Um námið

Boðið er upp á 120 eininga meistaranám í aðferðafræði að afloknu BA-, B.Ed-, BS-prófi eða sambærilegu háskólaprófi (sjá nánari upplýsingar um inntökuskilyrði)

Námið tekur tvö ár og skiptist í eftirfarandi:

 • 45 einingar í skyldunámskeiðum
 • 20 einingar í bundnu vali
 • 10 einingar  í frjálsu vali
 • 45 einingar í MA ritgerð

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Nemendur skulu hafa lokið BA-, B.Ed-, eða BS-prófi frá Háskóla Íslands eða sambærilegu námi með fyrstu einkunn. Jafnframt er gerð krafa um að nemendur hafi lokið eftirfarandi námskeiðum eða sambærilegum: FÉL204G Aðferðafræði: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda og FÉL306G Tölfræði I. Erlendir umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, þurfa að sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 79, IELTS 6.5).

Sjáðu um hvað námið snýst

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Starfsmöguleikar

Meistaranám í aðferðafræði nýtist víða í atvinnulífinu, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Hluti af starfi fyrirtækja og stofnana felst í að safna gögnum og upplýsingum sem stundum eru vannýtt. Því er víða þörf fyrir fólk sem getur skipulagt rannsóknir og safnað gögnum og greint þau á faglegan hátt. Þegar taka þarf upplýstar ákvarðanir í stefnumótun, rekstri og áætlunargerð er greining gagna og túlkun niðurstaðna mikilvæg hæfni. Aðferðafræði félagsvísinda gagnast einnig þegar leitað er nýrra tækifæra í rekstri fyrirtækja og stofnana.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

 • Opinberar stofnanir
 • Einkarekin fyrirtæki
 • Rannsóknir
 • Tölfræði
 • Stefnumótun
 • Rekstur
 • Áætlanagerð

Félagslíf

Félag nemenda í aðferðafræði nefnist Norm.

Stúdentakjallarinn er veitingastaður, kaffihús og skemmtistaður. Hann er staðsettur á neðstu hæð Háskólatorgs. Þar er aðstaða fyrir tónleika, fundi og annað félagslíf nemenda og er opið frá morgni til kvölds alla daga vikunnar

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500