A-próf | Háskóli Íslands Skip to main content

A-próf

Hvað er A-próf og til hvers er það notað?

Aðgangsprófi fyrir háskólastig (A-prófi) er ætlað að spá fyrir um námsárangur stúdenta við háskóla. Tvær deildir innan Háskóla Íslands nota A-próf til að taka inn nemendur haustið 2019: Lagadeild og Læknadeild. Sú síðarnefnda notar einnig frekari próf til inntöku nema.

Nánar um A-prófið

Hvað segja nemendur um A-prófið?

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvernig er A-prófið uppbyggt?

A-prófinu er skipt í fimm hluta. Hver prófhluti er sjálfstæð eining með tímamörk. Gefnar eru einkunnir fyrir málbundna færni og magnbundna færni. Málbundin færni varðar tungumál og lestur en magnbundin færni stærðfræði og magnbundnar upplýsingar.

Nánar um uppbyggingu A-prófs.

Aðdragandi A-prófs

Í janúar 2012 hóf Háskóli Íslands þróunarverkefni sem miðar að því að hanna almennt próf sem nota má við val á nemendum inn í grunnnám háskóla hér á landi. Heiti prófsins er Aðgangspróf fyrir háskólastig, skammstafað A-próf frá árinu 2015.

Nánar um aðdraganda A-prófsins.

Hafðu samband

Upplýsingaskrifstofa Háskólans
Aðalbyggingu, 1. hæð

Sími: 525-4000
Fax: 552-1331
Netfang: hi@hi.is