Skip to main content

Samstarfsskólar - skiptinám

Samstarfsskólar - skiptinám - á vefsíðu Háskóla Íslands

Skiptinám er mikilvægur hluti af öflugu alþjóðasamstarfi Háskóla Íslands en skólinn á í samstarfi við yfir fjögur hundruð háskóla um nemendaskipti um allan heim. Samningar um stúdentaskipti gera nemendum HÍ kleift að taka hluta af náminu við samstarfsskóla erlendis, öðlast alþjóðlega reynslu og fá tækifæri á fjölbreyttara námskeiðsvali. Erlendir skiptinemar við HÍ eru einnig mikilvæg viðbót við nemendahópinn og setja alþjóðlegan svip á háskólasamfélagið.

Í leitargrunni yfir samstarfsskóla HÍ geturðu fundið alla háskóla sem nemendur geta sótt um að fara í skiptinám við. Hægt er að flokka eftir löndum, námsfögum, námsstigi og fleiru.