Háskóli Íslands

 

Vísindi á mannamáli er ný fyrirlestraröð Háskóla Íslands sem efnt er til að frumkvæði Lífvísindaseturs og Líffræðistofu Háskóla Íslands.

Markmiðið er að varpa ljósi á það hvernig vísindamenn háskólans reyna að afhjúpa leyndardóma náttúrunnar og hvaða þýðingu vísindarannsóknir hafa fyrir daglegt líf fólks, t.d. baráttu við sjúkdóma eða náttúruöflin eða til að auka lífsgæði og takast á við nýjar áskoranir tengdar breytingum í umhverfinu.

 
 

Myndgreinir heiminn úr háloftunum

Gabriele Cavallaro

Gabriele Cavallaro, doktorsnemi við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild 

Gabriele Cavallaro er frá Gargnano, litlum bæ við Gardavatnið á Ítalíu. Hann kom fyrst til Íslands árið 2012 með Erasmus-stuðningi til að vinna meistararitgerð sína undir leiðsögn Jóns Atla Benediktssonar, prófessors við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild. „Þá lærði ég að greina rýmislegar upplýsingar í svokölluðum fjarkönnunarmyndum,“ segir þessi öflugi Ítali sem hefur nú tekið ástfóstri við landið.

„Eftir að ég brautskráðist með meistaragráðu í fjarskiptaverkfræði frá Háskólanum í Trento á Ítalíu ákvað ég að koma aftur til Íslands og hóf doktorsnám við Rafmagns- og tölvuverkfræði- deild til að dýpka kunnáttu mína á sviði fjar- könnunar.“

Áhersla á rannsóknir á sviði fjarkönnunar hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og hefur Háskóli Íslands verið í fremstu röð í heiminum á því sviði. Vísindamenn við Háskóla Íslands hlutu t.d. fyrir stuttu alþjóðleg verðlaun fyrir áhrifamestu vísindagreinina í heiminum á sviði fjarkönnunar. En hvað er fjarkönnun og hvaða máli skiptir hún? Fjarkönnun felst í því að taka stafrænar myndir úr flugvélum og gervitunglum og vinna úr þeim hvers kyns upplýsingar um yfirborð jarðarinnar. Fjarkönnunarrannsóknir eru því afar mikilvægar, ekki síst þegar mæla þarf ýmsar breytingar sem verða á umhverfinu. Þetta á t.d. við hér á landi um mælingar á breytingum tengdum bráðnun jökla, á byggingum í bæjum á löngu tímabili og á landi í aðdraganda eldgosa og í framhaldi af þeim til að meta áhrif þeirra. Aðferðirnar má líka nota til að fylgjast með umferð skipa og meta hvort veiðar eigi sér stað innan landhelgi eða á lokuðum svæðum, svo að dæmi séu tekin.

Gabriele segir að síðasta kastið hafi orðið mikil aukning í þeim gögnum sem vísinda- menn hafi aðgang að á sviði fjarkönnunar auk þess sem hraði gagnaöflunar hafi aukist og gögnin orðið fjölbreytilegri. „Þessi þróun hefur verið kölluð „big data“ á ensku sem mætti kannski nefna gríðargögn á íslensku og sú áskorun sem þetta felur í sér nær til margra vísindagreina.“

Að sögn Gabriele hafa þau fjarkönnunargögn sem aflað er með rafsegulskynjun frá gervi- hnöttum á braut um jörðu oft mjög háa upp- lausn hvað varðar litróf og rými og innihalda þau því miklar upplýsingar sem hafa margþætt gildi. „Þessi gögn auka þörfina á sjálfvirkri gagna- greiningu og á tölfræðilegri úrvinnslu með það að markmiði að setja upplýsingarnar í auð- skiljanlegt eða merkingarlegt samhengi.“ Gabriele segir að rannsókn sín muni efla svokallaða snjallgagnagreiningu (e. smart data analysis) á þessum gögnum en markmiðið sé að gera slíka greiningu sjálfvirka í framtíðinni.

Leiðbeinandi: Jón Atli Benediktsson, prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild.

Gabriele brautskráðist frá Háskóla Íslands árið 2016.

Fyrri erindi fyrirlestraraðarinnar

Háskóli Íslands
Ester Rut Unnsteinsdóttir, doktorsnemi við Líf- og umhverfisvísindadeild Doktorsneminn Ester Rut Unnsteinsdóttir hefur vakið landsathygli fyrir...
Gunnar Þór Hallgrímsson
Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, mun fjalla um rannsóknir á veirum í farfuglum sem koma...
Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir
Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, vísindamaður og kennslustjóri framhaldsnáms við Læknadeild Háskóla Íslands, mun fjalla um rannsóknir á fisksjúkdómum...
Háskóli Íslands
Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans, fjallar um eldgosið í Nornahrauni/Holuhrauni og framgang...
Halldór Þormar prófessor emeritus
Mæði-visnuveirur í íslensku sauðfé og tengslin við alnæmi. Vísindauppgötvanir á Íslandi tengdar veirusjúkdómum í sauðfé og mikilvægi þeirra fyrir...
Dr. Ágústa Guðmundsdóttir
Verðmæti vísinda – Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands...
Jórunn Erla Eyfjörð
Jórunn Erla Eyfjörð, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, fjallar um rannsóknir á krabbameini og möguleika á að nýta nýja þekkingu til bættrar...
Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is