Skip to main content

Sókn í erlenda sjóði

Kynningar á styrkjamöguleikum í samstarfi við rannsóknastjóra sviða

 • Samstarfsfundir eru haldnir einu sinni í mánuði með rannsóknastjórum sviða og í samstarfi við þá eru boðnar kynningar á sóknartækifærum.
  • Annars vegar eru starfsmenn RANNÍS sem sitja í stjórnarnefndum áætlanna fengnir til að koma með opnar kynningar
  • Hins vegar er boðið upp á minni fundi þar sem hugmyndir eru ræddar, þær flokkaðar og komið með ábendingar um hvar þær eiga helst heima
 • Sendar eru út tilkynningar um umsóknafresti reglulega
 • Styrkjadagatal uppfært reglulega
 • Upplýsingar um sóknarstyrki sendar öllum sem sótt hafa um erlenda styrki
 • Listi yfir samþykkt erlend verkefni á vefsíðu sviðsins, uppfærður reglulega
 • Aðgangur að Research Professional, öflugum gagnagrunni um styrktækifæri um allan heim

Aðstoð við gerð umsókna   

 • Útfylling A-forma Evrópuumsókna
 • Upplýsingar um HÍ (pic nr. hver hefur umboð til að skrifa undir samninga og fleira sem tengist stjórnsýslu)
 • Útreikningur kostnaðar á starfsmann – uppfært á u.þ.b. 3ja mánaða fresti (eða við breytingar á gengi krónunnar)
 • Aðstoð við skrif á „Implementation“ og „Impact“ köflum umsóknar
 • Aðstoð við gerð fjárhagsáætlana
 • Yfirlestur umsókna

Tímamörk

 • Ef gagn á að vera að aðstoð verður umsókn að vera tilbúin 10 dögum fyrir umsóknarfrest
 • Ath.! við mælum með að samstarfsfólk lesi yfir vísindahluta umsóknar, auk þess að enskumælandi aðili fari yfir umsóknina í heild í lokin.

Rekstur erlendra verkefna

Aðstoð við rekstur og stjórnun verkefna

 • Yfirlestur og leiðbeiningar við gerð samstarfssamninga
 • Leiðbeiningar um samskipti við ESB eða verkefnisstjóra verkefnis
 • Upphafsfundur haldinn með þátttakendum í erlendum verkefnum og rannsóknastjórum þegar verkefni fer af stað
 • Í einstaka verkefnum hefur Vísinda- og Nýsköpunarsvið tekið að sér þetta verkefni, en þá rukkar stofnunin „management“ kostnað
  • Í rekstri verkefnis felst:
   • umsjón með uppgjörum og yfirferð bókhalds
   • samskipti við ESB/verkefnisstjóra og aðra samstarfsaðila
   • umsjón með skýrslugerð – þó ekki skrif faglega hlutans

Rukkað er fyrir alla þjónustu umfram 16 klst.

 • (Ath. almenna reglan er að rekstrarkostnaður sé hluti af styrkjum.)
Gagnlegir hlekkir fyrir umsóknarskrif
Tengt efni
""