Skip to main content

Horizon 2020

Horizon 2020 - Rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun 2014-2020

Markmið Horizon 2020 er að auka samkeppnishæfni Evrópu, skapa störf og stuðla að því að fleiri góðar hugmyndir komist á markað. Horizon 2020 endurspeglar grundvallarmarkmið Evrópu 2020 áætlunar ESB um að styðja sjálfbæran hagvöxt í Evrópu. Áætlunin verður máttarstólpi nýsköpunarsambandsins (e. Innovation Union) sem er eitt af sjö flaggskipum ESB.

Áætlunin sameinar undir einum hatti 7. rannsóknaáætlun ESB, nýsköpunarhluta samkeppnisáætlunar ESB (CIP) auk þess að fjármagna Evrópsku nýsköpunar- og tæknistofnunina (EIT). Framkvæmdastjórnin hefur lagt til að 80 milljörðum evra verði varið til áætlunarinnar sem er um 46% aukning frá fyrri áætlunum (7 RÁ og CIP).

Horizon 2020 skiptist í þrjár meginstoðir

Að auki mun Horizon 2020 fjármagna Evrópsku nýsköpunar- og tæknistofnunina (EIT) og Sameiginlegu rannsóknamiðstöðina (e. Joint Research Centre, JRC).

EIT, sem stofnuð var árið 2008, mun gegna lykilhlutverki við að leiða saman háskóla í fremstu röð, rannsóknastofnanir og atvinnulíf í þekkingarþríhyrning á heimsmælikvarða og mennta frumkvöðla.

EIT hefur þegar sett upp þrjá s.k. þekkingar- og nýsköpunarklasa (KIC) um:

  • loftlagsbreytingar
  • sjálfbæra orkuframleiðslu
  • upplýsingatækni

og stefnt er að því að setja upp sex til viðbótar á tímabilinu 2014-2020. Enn sem komið er hafa klasarnir einungis ensk heiti:

  • Healthy Living
  • Raw Materials 
  • Food for the Future
  • Urban Mobility
  • Added Value Manufacturing
  • Smart Secure Societies

JRC, mun vera hluti af Horizon 2020 og er ætlað að styðja við stefnumótun ESB á sviði rannsókna og nýsköpunar.

Helstu nýjungar

Áætluninni er ætlað að verða einfaldari og aðgengilegri en núverandi áætlanir og styðjast við eitt samræmt en þó sveigjanlegt regluverk. Hægt verður að sækja um stuðning fyrir hvert stig í nýsköpunarferlinu allt frá grunnrannsóknum til markaðssetningar. Gert er ráð fyrir að umsækjendur geti fengið allar upplýsingar og aðstoð á einum stað. Stefnt er að færri úttektum og að styrkumsóknir verði afgreiddar innan 100 daga frá umsókn.

Horizon 2020 er opin fyrir þátttöku aðildarríkjanna 28, umsóknarríkja, samstarfsríkja þ.m.t. Íslands, Noregs og Liechtenstein, auk þriðju ríkja.

Nánari upplýsingar eru á vef Horizon 2020.

Markmið Horizon 2020 er að auka samkeppnishæfni Evrópu, skapa störf og stuðla að því að fleiri góðar hugmyndir komist á markað. Horizon 2020 endurspeglar grundvallarmarkmið Evrópu 2020 áætlunar ESB um að styðja sjálfbæran hagvöxt í Evrópu.

""
Gagnlegir tenglar