Háskóli Íslands

Viðskiptafræði grunnnám

Viðskiptafræðideild býður nemendum upp á metnaðarfullt og krefjandi nám í viðskiptafræðum. Við deildina starfa margir af helstu sérfræðingum landsins í viðkomandi grein sem flestir hafa áralanga reynslu af kennslu og rannsóknum. Auk þess starfa við deildina stundakennarar sem með framlagi sínu mynda mikilvæg tengsl við atvinnulífið.

Námið byggir á sterkum grunni almennra viðskiptafræðigreina eins og fjármálafræði, markaðsfræði, reikningshaldi, rekstrarhagfræði og stjórnunarfræði. Í upphafi náms velja nemendur sér það kjörsvið sem þeir kjósa en boðið er upp á fjórar áherslulínur, fjármál, markaðsfræði og alþjóðaviðskipti, reikningshald, og stjórnun.

 

Kynningarmyndband

Námið er þannig upp byggt að fyrstu tvö árin eru í grundvallaratriðum eins fyrir alla nemendur. Á þriðja ári eru sérgreinar viðkomandi kjörsviðs ásamt valgreinum og með réttri samsetningu valgreina hafa nemendur að námi loknu orðið sér úti um þekkingu af fleiri en einu kjörsviði.

Verðlaun til nemenda
Viðskiptafræðideild veitir verðlaun til þriggja nemenda, sem hljóta hæstu meðaleinkunn að loknum prófum á 1. námsári 2016 – 2017. Verðlaunahafar þurfa að hafa lokið 30 einingum á hvoru misseri, alls 60 einingum á skólaárinu 2016 – 2017. Eingöngu námskeið, sem tekin eru í dagskóla, eru gjaldgeng og í útreikningi á meðaleinkunn gilda eingöngu próf, sem tekin eru í fyrsta sinn í hverju námskeiði. Einkunnir í sjúkraprófum gilda, en ekki í endurtökuprófum. Verðlaunahafar komast á forsetalista Viðskiptafræðideildar, sem birtur verður á heimasíðu deildarinnar. Verðlaunin verða veitt í júní 2017.

Skiptinám
Hægt er að fara sem skiptinemi í grunnnámi. Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 500 háskóla út um allan heim. Upplýsingar um skiptinám veitir Skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla Íslands.

Umsókn í grunnnám - rafrænt umsóknareyðublað

Hafa samband
Hægt er að senda fyrirspurnir varðandi námið til skrifstofu Viðskiptafræðideildar vidoghag@hi.is.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is