Háskóli Íslands

Um deildina

Viðskiptafræðideild hefur valið þrjú gildi sem hún vill að séu leiðarljós starfseminnar.

  • Fagmennska
  • Framsýni
  • Samheldni

Lesa má um nánar um gildin í stefnu Viðskiptafræðideildar.

Stærsti og elsti viðskiptaháskóli landsins
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (University of Iceland School of Business) er elsti og stærsti viðskiptaháskóli á Íslandi. Viðskiptafræðideildin hefur gegnt forystuhlutverki í menntun stjórnenda og sérfræðinga á sviði viðskiptafræði í nær sjö áratugi. Á sama tíma hefur deildin lagt metnað sinn í að auka og miðla framúrskarandi og alþjóðlega viðurkenndri þekkingu á þessu sviði með því að vera leiðandi í rannsóknum, kennslu og þjónustu við íslenskt atvinnulíf.

Gæði og gott orðspor
Nám í viðskiptafræði í Háskóla Íslands er þekkt fyrir gæði og hefur á sér gott orðspor. Námið er bæði fjölbreytt og framsækið og það gerir miklar kröfur til metnaðarfullra nemenda. Námið er þekkt fyrir að veita nemendum góða fræðilega undirstöðu, ýta undir skapandi hugmyndir og öguð vinnubrögð og nemendur öðlast góða innsýn í verkefni og áskoranir atvinnulífsins í gegnum kennslu og vinnu hagnýtra verkefna. Með metnaði sínum hefur Viðskiptafræðideild tryggt að menntun nemenda sem útskrifast frá deildinni nýtur trausts og hefur á sér öruggan gæðastimpil.

Stefna Viðskiptafræðideildar 2011-2016

Saga viðskiptafræði- og hagfræðikennslu

Deildarforseti: Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor (ingire@hi.is)
Varadeildarforseti: Inga Jóna Jónsdóttir, dósent (ingajona@hi.is)

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is