Háskóli Íslands

Fyrir nemendur

Skipulag náms í Háskóla Íslands byggir á skráningu stúdenta í námskeið og próf.

Stúdentar þurfa því að gæta vel að reglum um skráningu og auglýst skráningartímabil. Því betur sem þeir sinna þessum skyldum sínum, þeim mun betri þjónustu geta þeir vænst að fá. Hver stúdent ber ábyrgð á námi sínu.

Náms- og starfsráðgjöf
Nemendur eru hvattir til að nýta sér þjónustu Náms- og starfsráðgjafar sem staðsett er á Háskólatorgi, 3. hæð. Boðið er upp á opna viðtalstíma.
Nemendur geta einnig pantað tíma hjá náms- og starfsráðgjafa í síma 525-4315.

Tengslatorg Háskóla Íslands
Náms- og starfsráðgjöf hefur opnað vef, Tengslatorg Háskóla Íslands, sem helgaður er atvinnumálum stúdenta við skólann. Vefurinn er hugsaður sem alhliða atvinnumiðlun fyrir stúdenta Háskóla Íslands.


Mentorakerfi
Á hverju hausti býður Viðskiptafræðideild nýnemum í viðskiptafræði að taka þátt í mentoraverkefni á vegum deildarinnar. Mentorakerfið er hugsað til þess að vera nýnemum innan handar á meðan þeir læra á Ugluna, háskólasvæðið og mismunandi þjónustueiningar innan háskólans.

Mentorar koma úr hópi nemenda sem eru á 2.-3. ári í viðskiptafræði og heldur hver mentor utan um hóp nýnema sem í eru um 20 nemendur.

Hlutverk mentors er að miðla af reynslu sinni í náminu, að auðvelda aðkomu nýnema að nýjum skóla, hjálpa nýnemum að aðlagast kennsluháttum, vísa á þá þjónustu sem þeir eiga kost á og svara spurningum sem upp koma varðandi námið.

Mentorar vinna í nánu samstarfi við starfsmenn á skrifstofu Viðskiptafræðideildar. Þeir halda fundi með nemendum eftir þörfum, t.d. í upphafi haustannar, fyrir próf og aðra mikilvæga tímapunkta í náminu. Þeir miðla einnig upplýsingum í gegnum tölvupósta og á Facebook hópum.

Öllum nýnemum er úthlutaður mentor en þeim er í sjálfsvald sett hvort og hversu mikið þeir leita til síns mentors. Við hvetjum nýnema til að taka þátt í verkefninu, því þetta er góð leið til að kynnast samnemendum og fá hagnýtar upplýsingar frá eldri nemendum.

Verkefnastjóri mentorakerfis er Gyða Hlín Björnsdóttir, ghb@hi.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Sía fyrir ruslpóst
This question is for testing whether or not you are a human visitor and to prevent automated spam submissions.
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is