Háskóli Íslands

Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

Hvenær hefst þessi viðburður: 
19. apríl 2017 - 9:00 til 16:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofur 101 og 104
Háskóli Íslands

Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands stendur fyrir Vorráðstefnu um rannsóknir í viðskiptafræði, miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl. 9-16.30 í stofum 101 og 104 á Háskólatorgi. Þetta er áttunda vorráðstefnan sem Viðskiptafræðistofnun heldur en að þessu sinni verður hún tvískipt. Fyrri hluti hennar verður helgaður viðfangsefninu taugavísindi í viðskiptafræði (Neuroscience in business) og þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um hvernig taugavísindi eru notuð í markaðsmálum og stjórnun. Síðari hluti hennar verður með hefðbundnari sniði og þar verða kynntar ritrýndar sem óritrýndar greinar.

Dagsskrá Vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is