Skip to main content

Vísindasmiðjan í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Vísindasmiðjan í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. ágúst 2017 12:00 til 16:00
Hvar 

Annað

Húsdýragarðurinn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Spegill vísindasmiðjunnarVísindasmiðja Háskóla Íslands verður á faraldsfæti um komandi helgi en þá setur smiðjan upp farandsýningu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Tilefnið er fjölskylduhátíð Verkfræðingafélagsins, sem býður til dagskrár fyrir alla fjölskylduna 27.ágúst, og er Vísindasmiðjan hluti af hátíðinni. Farandsýning Vísindasmiðjunnar verður jafnframt opin öllum gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins þennan sunnudag.

Í Vísindasmiðjunni verða í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.