Háskóli Íslands

Uppskeruhátíð meistaranema í náms- og starfsráðgjöf

Hvenær hefst þessi viðburður: 
23. maí 2017 - 13:00 til 16:15
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Hamar, stofur 201 og 205
Háskóli Íslands
 
 
Framvinda á starfsferli - stuðningur og hindranir 
er yfirskrift uppskeruhátíðar meistaranema í náms- og starfsráðgjöf sem haldin er á vegum námsbrautar í náms- og starfsráðgjöf við Félags- og mannvísindadeild HÍ og Félags náms- og starfsráðgjafa (FNS). Málstofunum verður streymt til þeirra sem eiga ekki heimangengt.
 
 
 
 
Málstofa I – stofa Hamar 201
 
Kl. 13:00 – 14:15  Lengi býr að fyrstu gerð – stuðningur við starfsferil grunnskólanema
 • Í valgreinum á efsta stigi grunnskóla felast sóknarfæri fyrir náms- og starfsráðgjafa. María Stefanía Stefánsdóttir. 
 • Mat skólastjóra grunnskóla á mikilvægi náms- og starfsfræðslu. Hildur Ingólfsdóttir.
 • Þörf ungmenna fyrir náms- og starfsráðgjöf: Tengsl við stuðning foreldra, afstöðu til náms og námsvals. María Ósk Þorvarðardóttir. 
 • Umræður
 
Kl. 14:15 – 14:45  Kaffihlé
 
Kl. 14:45 – 16:15  Erfiðleikar ungmenna og leiðir í ráðgjöf 
 • Námsáhugi unglinga. Tengsl andlegrar líðanar, skjánotkunar og svefns við námsáhuga nemenda á unglingastigi  grunnskóla. Kolbrún Vilhjálmsdóttir.
 • „Það er svolítið verið að leita að mér í þessari bók.“ Þýðing og eigindleg forprófun á ráðgjafarefninu Saga mín í námi og starfi. Guðbjörg Gerður Gylfadóttir. 
 • „Þetta er auðvitað kvennastétt og það vantar náttúrulega karlmenn í þetta.“ Saga fagþróunar náms- og starfsráðgjafar á Íslandi. Stella Ólafsdóttir.
 • Umræður
 
Málstofunni verður streymt HÉR 
 
 
Málstofa II – stofa Hamar 205
 
Kl. 13:00 – 14:15  Sjálfsmynd mótast í deiglu einstaklings og samfélags
 • Ígrundað starfsval; vægi reynslu og umhverfis. Arnheiður Dögg Einarsdóttir.
 • Upplifun og reynsla ungmenna af höfnun á fyrsta vali á framhaldsskóla. „Það var ekkert plan B, þetta var bara það sem ég var að fara að gera!“ Guðrún Helga Ástríðardóttir.
 • „Nú veit ég svona nokkurn veginn hvað ég vil gera.“ Vinna með námi og starfsferilsþróun framhaldsskólanemenda. Brynja Dröfn Þórarinsdóttir.
 
Kl. 14:15 – 14:45  Kaffihlé 
 
Kl. 14:45 – 16:15  Dottið af beinu brautinni – eftirfylgni, aðhald og umhyggja
 • Eftirfylgni með 16 - 21 árs ungmennum í Hordaland í Noregi sem eru ekki í skóla eða vinnu. Lára Hreinsdóttir 
 • Svo lengi lærir sem lifir. Athugun á því hversu margir ljúka formlegri prófgráðu eftir raunfærnimat. Sólveig Indriðadóttir.
 • „Fyrst ég gat þetta, get ég allt.“ Sögur kvenna sem fóru seint í nám. Margrét Hanna 
 • Nám kvenfanga í afplánun á Íslandi. Birna Aðalheiður Árdal Birgisdóttir. 
 • Umræður
 
Málstofunni verður streymt HÉR 
 
Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is