Háskóli Íslands

Ungt fólk og samfélagsbreytingar í Suður-Afríku: Kynhneigð, kyngervi og réttlæti

Hvenær hefst þessi viðburður: 
6. apríl 2017 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands
Tamara Shefer

Tamara Shefer heldur áttunda fyrirlestur vormisseris í fyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fimmtudaginn 6. apríl, kl. 12.00-13.00, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlestur hennar nefnist: Ungt fólk og samfélagsbreytingar í Suður-Afríku: Kynhneigð, kyngervi og réttlæti.
Tamara Shefer er prófessor í kvenna- og kynjafræðum við Western Cape-háskólann í Höfðaborg í Suður-Afríku. Fræðastörf hennar snúast að miklu leyti um kynjuð valdatengsl í gagnkynhneigðum samböndum ungs fólks, í tengslum við menntun. Hún hefur einnig starfað að rannsóknum á HIV/AIDS, kynbundnu ofbeldi, karlmennsku, félagslegu minni eftir lok aðskilnaðarstefnunnar, kyni og umönnun, kyni og fötlun og menntunarpólitík í háskólum. Þær rannsóknir sem hún fæst við um þessar mundir fjalla um þekkingarsköpun og stefnumótun er varðar kynhneigð og kyngervi ungs í menntakerfinu.

Aktívismi ungs fólks hefur verið einkennandi síðastliðin tvö ár í Suður-Afríku, en upphaf hans má rekja inn í háskólana en líka á meðal almennings. túdentahreyfingar eins og #Rhodesmustfall og #feesmustfall hafa kallað eftir róttækum breytingum á háskólamenntun, þar á meðal á afnýlendun námskráa og niðurfellingu skólagjalda og jafnréttis til náms. Þetta ákall snýst líka um félagslegt óréttlæti í víðara samhengi, í samfélagi sem viðheldur að mörgu leyti því óréttlæti og ójafnrétti sem viðgekkst á áratugalöngu tímabili aðskilnaðarstefnunnar. Kerfi sem byggði á stofnanabundinni kynþáttahyggju, feðraveldiskapítalisma og aldalangri nýlendusögu. Eitt af því sem er hrífandi við þessa baráttu er að femínismi og hinsegin-aktívismi hefur verið áberandi og lagt áherslu á mismunabreytur í afnýlendunarferlinu og gjörningabaráttu (ens. performative activism). Í erind sínu deilir Tamara með okkur nokkrum áhrifamiklum dæmum af aktívisma um aðgerðir tengt kyni og réttlæti á meðal ungs fólks í Suður-Afríku í dag.

Fyrirlesturinn er á ensku og er öllum opinn.

Finndu viðburðinn á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á vormisseri 2017 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Þú ert að nota: drupalcl2.rhi.hi.is