Háskóli Íslands

Smásögur og menningarsamfélög - spjall um val smásagna í úrvalsrit

Hvenær hefst þessi viðburður: 
11. maí 2017 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Fyrirlestrasalur
Háskóli Íslands

Fimmtudaginn 11. maí mun Kristín Guðrún Jónsdóttir, dósent í spænsku við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands sem hún nefnir Smásögur og menningarsamfélag - spjall um val smásagna í úrvalsrit.

Kristín mun spjalla um reynslu sína af því að velja sögur í smásagnasöfn og það sem hún telur að þurfi að hafa í huga þegar úrvalsrit eru sett saman. Einnig verður velt upp þeirri spurningu hvort mögulegt sé að gefa trúverðuga mynd af fjölbreyttum menningarsamfélögum með verkum af þessu tagi. Söfnin sem verða í brennidepli eru: Heimar mætast. Smásögur frá Mexíkó (2016) og Svo fagurgrænar og frjósamar. Smásögur frá Kúbu, Púertó Ríkó og Dóminíska lýðveldinu (2008). Einnig verður minnst á Smásögur heimsins. Rómanska-Ameríka sem kemur út innan skamms.

Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og eru allir velkomnir.

Þú ert að nota: drupalcl1.rhi.hi.is